Mistökin byrjuð á ný og meirihlutinn 24 stunda gamall.

Það er atburðarás hafin þar sem frá var horfið í október. Mistök og flumbrugangur, fjáraustur og trúverðugleikinn dregin í efa.

Á fyrsta sólarhring hefur nýr meirihluti sóað hálfum milljarði af skattfé borgarinnar til að sinna greiðslu fyrir meirihlutann. Þetta var önnur afborgun í greiðslu til Ólafs F fyrir að svíkja. Fyrsta afborgun var borgarstjórnarstóllinn í gær og önnur afborgun var í dag, sennilega 600 milljóna greiðsla fyrir ónýt hús við Laugaveginn og svo kannski 100 - 150 í viðbót til að gera þau upp. Menn geta haft skoðun á því hvernig fornminjar það eru sem eru endurbyggðar frá grunni. Menn geta líka haft skoðun á meðferð skattfjár borgaranna.

Og svo er það hið ótrúlega klúður við skipan formanns barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Kristín Edward var tilnefnd og kjörin formaður að henni forspurðri og þegar upp var staðið vildi hún ekki taka því embætti. Hún ætlar þó að bjarga skömmum Villa og félaga  og sitja fram að næsta borgarstjórnarfundi.

Þetta er hreint með ólíkindum og staðfestir svo ekki verður um villst að borgarstjórarflokkur Sjálfstæðismanna getur ekki unnið vel. Rei - málið var með meiriháttar mistökum sem gerð hafa verið í sveitarstjórnarmálum og mistökin halda áfram.

Ég er ekki hissa þó Reykvíkingar beri ugg í brjósti enda á öllu von hjá óstarfhæfum meirihluta borgarinnar.


mbl.is Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já þetta eru orð að sönnu Jón, ég kvíði komandi vikum þar til þessi meirihluti fellur frá aftur. Axarsköftin han Villa vitlausa eru ótruleg og mörg svo þegar Óli falski bætist við með enn heimskulegri gerðir þá eiga reykvíkingar ekki von á góðu.

Óskar Þorkelsson, 26.1.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Æi, já. Ekki er það gott maður.  Þetta er nú meira leiðindamálið.

Ég hef verið að hugsa um hvað þetta er lýðræðislegt. Á það hefur verið bent að þessi meirihluti styðst við meirihluta í borgarstjórn. Það er út af fyrir sig rétt. Hins vegar er hann ekki með öruggan meirihluta því að varamenn Ólafs styðja ekki þetta samstarf. Eins finnst mér afar ólýðræðislega staðið að myndun hans. Ekkert samráð er haft við aðra á F listanum og ekkert við þorra borgarstjórnarflokks D lista heldur. Beitt er blekkingum og skrúðmælgi til að tæla ólaf til samstarfsins. Mér finnast þessi vinnubrögð óforsvaranleg!

Jón Halldór Guðmundsson, 26.1.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband