Slakt lið ? Hvað er að ?

Jæja...9 marka munur í hálfleik og ekkert sem kemur mér á óvart. Þegar menn byrjuðu að tala um besta lið Íslands frá upphafi og þeir kæmu heim með verðlaun leist mér ekki á blikuna. Hversu oft hefur þetta ekki farið í tómt tjón þegar menn hafa farið í þennan gírinn.

Ég spáði 5-10 marka tapi fyrir svíum á vinnustaðnum mínum við lítinn fögnuð viðstaddra en ég vonaði sannarlega að þeir næðu að vinna leik tvö sem tókst. Frakkaleikurinn er formsatriði og ég vona að þetta fari ekki í 15 marka mun þó svo ég óttist það.

Ég skil ekki hvað íþróttafréttamenn sem lifa og hrærast í þessu horfðu framhjá veikleikum sem mér fundust augljósir. Margir af leikmönnunum okkar eru verulega slakari en þeir hafa stundum verið, td leikstjórnandinn Snorri Steinn, Guðjón Valur, Alexander, Sigfús...allir mun slakari en undanfarin mót. Meiðsli og annað hafa sett strik í reikninginn og skyttuleysið vinstra megin er tilfinnanlegt þó svo Logi sé að spila á getu. Garcia, Óli Stefáns og Arnór ekki með. Að vísu er ég ekki að skilja dýrkun Alfreðs á Garcia sem ekkert getur með landsliði.

Meira að segja eftir arfaslaka útkomu úr mótinu um daginn þegar við töpuðum fyrir dönum og pólverjum og náðum jafntefli við Noreg vorum við enn að verða meistarar hjá sumum blaðamönnum.

Það er langt síðan ég hef horft á jafn óöruggt og slakt íslenskt lið í handbolta og þetta fannst mér fyrir nokkrum vikum síðan.  En menn voru staddir í einhverri væntingaþoku.

Ég held að við förum ekki lengra og við vinnum varla fleiri leiki í þessu móti þannig að það er bara að  taka á því og klára með reisn þó ekki vinnist sigrar.


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

,,Slakt lið"? ,,Hvað er að"? Ég held að íslenska liðið sé að sína sitt rétta andlit og styrkur þess er bara ekki meiri, því miður. Ég vona að þessi svartsýni mín verði hins vegar rekin þversum ofan í kok á mér í leikjum liðsins í milli riðli.  

Páll Jóhannesson, 20.1.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

við gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta.. en það er alls ekki nóg

Óskar Þorkelsson, 21.1.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband