Ljótt að sparka í liggjandi flokk.

Það er ljótt að skrifa illa um Framsóknarflokkinn. Flokkurinn sem stofnun getur ekkert gert að því hverjir velja að starfa innan hans og hvernig. Guðjón Ólafur fyrrum varaþingmaður flokksins er flokknum verri en nokkur óvinur. Það er mjög erfitt fyrir stjórnmálastarf að þegar þörfin er mest á samstöðu og samvinnu þegar menn stökkva af stað í gremju og innri reiði og byrja að skemma útfrá sér.

Ég veit satt að segja ekki hvað á að segja um mann sem sendir 2000 bréf og merkir þau trúnaðarmál. Ég veit ekki hvort mér finnst það fyndið, en það segir heilmikið um þennan fyrrum vara-þingmann flokksins í Reykjavík. Ef þetta væri vinnustaður væri hann rekinn umsvifalaust fyrir niðurriffstarssemi og rætni. Eina sem maðurinn gæti haft sér til afsökunar að hann væri í alvöru svona heimskur eða dómgreindarskertur. En það er ekki svo, þetta átti að skemma enda vita flestir hvernig þessi ágæti maður hefur hagað sér undanfarin ár.

Ég votta Framsóknarflokknum í Reykjavík samúð mína með þennan félaga sem hellir salti í sár þess sem tapaði og missti völd. Engum andstæðingi flokksins dytti í hug slíkur skeppnuskapur í garð félaga sinna eins og umræddum fyrrum varaþingmanni tókst að sýna.


mbl.is Segja bréf til framsóknarmanna vanhugsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Auðvitað er ljótt að sparka í liggjandi..... Vinnubrögð Guðjóns Ólafs segir meir um hann en hinn deyjandi flokk. Eftir að hafa séð viðtal í kjölfarið við Björn Inga sem hótar að yfirgefa flokkinn spyr ég ,,hvert getur hann blessaður farið?"

Páll Jóhannesson, 20.1.2008 kl. 13:21

2 identicon

Fatarmál part 2 var í Silfri Egils áðan. Þar hélt sparkið áfram en Guðjón Ólafur sagði að hann væri með mörg hnífasett í bakinu. Getur verið kæri Jón að við séum að fá samúð með Framsóknarflokknum? Voru bréfin ekki fimm þúsund?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nú voru þau 5000. Þar fór í verra og hver skyldi hafa borgað fyrir það... 300.000 kall nema hann hafi borið þetta út sjálfur. Þetta er leiðindamál og ekki til mikils sóma fyrir stjórnmálin almennt.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.1.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband