Flug Akureyri - Reykjavík

Snowy mountainsÞað er með flugið milli Akureyrar og Reykjavíkur. Einhvernveginn er það eins og fara með strætó, maður sest um borð og lygir augunum og stekkur svo út á áfangastað. En svo tók ég upp á þeim skolla að taka með mér myndavél einn daginn þegar skyggni var gott. Markmiðið var að skjóta út um gluggann ótt og títt og kíkja á niðurstöðuna. Og viti menn....þegar ég hef verið að kíkja á þennan pakka af og til er þarna allt fullt af fallegu efni.

Það þarf að vísu aðeins að fikta í þessu í photoshop því glerið í Fokker 50 er ekkert sérstaklega myndatökuvænt. Læt fljóta með eina sem tekin er ca 10 mínútum fyrir lendingu í Reykjavík.... og svo er bara að fara og finna út hvaða fjallaröðull þetta er því ég er ekki nægilega vel inni í landslaginu umhverfis Reykjavík.

Setti inn á flickr -ið fáeinar í dag en það væri reglulega gaman að vinna úr þessu heildræna myndasyrpu...flug Akureyri - Reykjavík er ekki eins "dull" eins og manni fannst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Botnsúlur kæri vin, og Hvalvatn efst í kórónudjásninu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já þetta eru botnsúlur :)

Óskar Þorkelsson, 13.1.2008 kl. 21:23

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér svo sem datt það í hug en þorði ekki að skrifa það... Þekki fyrirbærið á jörðu niðri... enda vel áberandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.1.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 819285

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband