Óþolandi hringlandaháttur.

Félagi minn Gísli Baldvinsson setti athugasemd á síðuna mína þegar ég bloggaði á þetta mál fyrr í dag. Hann taldi að vekjaraklukka hinnar ágætu húsafriðunarnefndar væri biluð. Það er orð að sönnu. Enn á ný vaknar þessi furðulega nefnd á síðasta snúningi máls. Í þessu máli eins og í máli Hafnarstrætis 98 hafði nefndin ekki gert athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á svæðinu og meira að segja gefið yfirlýsingar um að ekki væri ástæða til verndunar.

En á lokasprettinum gerist það sama, nefndin skiptir um skoðun og eigendur eignanna sitja eftir með sárt ennið og tugmilljóna tap og nefndin ber enga ábyrgð. Þessi ágæta nefnd getur því dansað sinn Vikivaka og aðrir bera kostnaðinn og óþægindin. Mér finnast það léleg vinnubrögð og skipta um hest í miðri á sem virðist vera að verða vani en ekki undantekning á þessum bænum.

Nú eru eigendur þessar eigna í sömu stöðu og eigendur Hafnarstrætis 98, vegna lélegra og óvandaðra vinnubragða nefndar, sem ætti að sjá sóma sinn í að vinna af meiri ábyrgð og skilvirkni en þessi nefnd gerir ítrekað.


mbl.is Ráðherra friði Laugavegshús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Vekjaraklukkan er ekki biluð heldur rangt stillt af löggjafanum. Skipulagsyfirvöld á Akureyri og Reykjavík þurfa að rækta með sér vitund um gildi húsafriðunar og varðveislu menningarlandslags. Viðhorf til húsafriðunar breytast hratt og það sem þótti út í hött fyrir fáum árum, jafnvel fáum dögum, þykir ágætt í dag. Frumvarp Árna Þórs o.fl. um styrkingu húsafriðunar er tímabært.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.1.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skipulagsyfirvöld eru með yfirlýsingar frá þessari nefnd um að umrædd hús hafi ekki varðveislugildi...um  það snýst málið en ekki hvort eigi að friða þessi hús....þetta er óþolandi hringlandaháttur. Þetta á bæði við um hús Vinstri grænna á Akureyri (Hótel Akureyri) eða þessi Laugavegshús. Þetta veistu vel og ert að snúa útúr.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.1.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Snúa út úr útúrsnúningi eða orðaleik um vekjaraklukku? Kannski það ...

En ég vissi ekki að skipulagsyfirvöld á Akureyri væru með bréf frá húsafriðunarnefnd um að Hafnarstræti 98 á Akureyri væri ónýtt og án friðunargildis. Skorast alls ekki undan því sjálfur að hafa fundist húsið lítils virði (horfi á það oft í viku út um gluggann á þriðju hæð Krónunnar) og húsið sem átti að byggja í staðinn hefði orðið fínt hús (ég hef séð teikningar af því). Reyndar held ég að friðunargildi bæði í Hafnarstrætinu og neðst á Laugaveginum snúist um menningarlandslagið eða götumyndina eins og það er kallað en stök, misjafnlega illa farin hús. Dæmi um góða aðgerð að mínu mati var þegar húsinu á suðvesturhorni Glerárgötu og Strandgötu var lyft. Kannski var maturinn svo góður hjá Pengs þess vegna? Hugmyndir um að lyfta húsunum við Laugaveginn eru áhugaverðar.

Það er tímabært að við hér á Akureyri sem og Reykvíkingar og aðrir horfi á þessi mál með róttækari hætti en við höfum gert og taki frumkvæði en bíðum ekki eftir því misvitrir verktakar eða nefnd sem þú telur ekki vinna vel standi í harki. En auðvitað hafa menn ætlað sér þetta, það held ég, en svo breytast viðhorf og frjálslyndir í Rvík vinna sigur í kosningum af því að þeir voru húsfriðunarsinnaðri en flokkssystkini okkar í R-listanum.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.1.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

2-0 fyrir Ingólf í þessum umræðum. Sorglegt að formaður skipulagsnefndar Akureyrar skuli skrifa svona pistla en ef til vill dæmigert fyrir fúla Samfógengið:) Bestu sólskynskveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.1.2008 kl. 13:53

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég veit ekki hvort þeim félögum sé sama þó skattborgurum þessa lands sé sendur reikningur upp á mörg hundruð milljónir vegna óvandaðra vinnubragða húsafriðunarnefndar.

Pistlar mínir eru ekki gegn húsafriðun heldur óvönduðum vinnubrögðum. Ég veit ekki betur en Vinstri grænir hafi selt sinn hluta til niðurrifs...sem einn eigenda.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.1.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband