Aðeins fjör í Silfrinu. Af "vinstri" og "hægri"

Það er lítið að gerast í pólitíkinni þessa dagana  og það var hressandi að fá smá fjör í Silfri Egils í dag. Þetta var að vísu hefðbundinn hanaslagur og ég hef alltaf jafn gaman af því að heyra hvernig afturbatajómfrúin Framsókn er búin að gleyma sínum þætti og staðreyndum sem hún ber ábyrgð á í núinu. Bjarni bóksali var þar enginn eftirbátur formannsins Guðna sem lagstur er í fortíðarhyggju og hefur gleymt veru sinni í ríkisstjórnum áranna.

Mest hissa var ég þó á Guðfríði Lilju frá VG sem virðist lifa í einhverjum sýndarveruleika. Hún var voðalega glöð með hversu samstæðir og góðir félagar hennar í Vinstri grænum væru. Allir aðrir við borðið voru sammála um að Vinstri grænir væru búnir að einangra sig með furðulegum, þröngsýnum og einstrengingslegum málflutningi. Komið í ljós að þeir voru ekki stjórnartækir, var niðurstaða varaformanns Sjálfstæðisflokksins.... ekki tíðindi fyrir mig í það minnsta því að mínu mati er glórulaust að ætla að reyna að hafa samstarf við Steingrím J og hans fólk. Til þess er kverúlantahátturinn allt of ríkjandi. Svona flokkur hefði kannski virkað á sjötta og sjöunda áratugnum en þó er mér það til efs. Það er ekki hægt að stjórna nútímasamfélagi með flokki sem hefur hugmyndafræði Vinstri grænna, því miður.

Eitt sem ég hjó eftir líka í þessu, að mörgu leiti skemmtilega Silfri, var orðalag Guðfríðar Lilju um Samfylkinguna. Kallaði hana stærsta vinstri flokkinn. Þetta lýsir ef til vill litlum skilningi á eðli og tilgangi Samfylkingarinnar. Auðvitað er það víðsfjarri að sú einföldun að kalla Samfylkinguna vinstri flokk eigi við. Samfylkingin er jafnarmannaflokkur sem er miklu víðtækara hugtak en eitthvað "vinstri" í pólitík. Jafnaðarmannaflokkar hafa breiða skírskotun langt út fyrir það sem tíðkaðist að nota á Íslandi um vinstri og hægri flokka. Ég skal alveg taka undir þá skoðun Guðfríðar Lilju að Samfylkingin er ekki vinstri flokkur og stóð aldrei til að búa til enn einn slíkan á Íslandi. Jafnaðarmannaflokkar eiga að vinna á miðju stjórnmálanna og sækja það besta til beggja handa. Það er þannig sem nútímalegu jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum vinna og við eigum að vinna hér. Vinstri grænir mega alveg eiga þetta gamaldags "vinstri" fyrir mér. Meðan flokkurinn minn vinnur eins og alvöru jafnaðarmannaflokkur er ég sáttur og það er hann að gera í þessar nýju ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það þvælist fyrir mörgum að skilja jöfnuð sem í sjálfu sér beinist fyrst og fremst að því að stuðla að því að allir geti lifað með reisn. Það fjallar ekkert um að tala illa um þá sem betur mega sín fremur en þá sem minna mega sín. Þar er pláss fyrir alla sem vilja hugsa um heildina fremur en eiginhagsmuni hvort sem þeir eru einstaklinga eða flokks - bæði til hægri og vinstri.

Lára Stefánsdóttir, 30.12.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sæll félagi.... væri ekki fljótlegra að telja upp það sem mér finnst ekki einstrengingslegt

En að öllu gríni slepptu... utanríkismál...atvinnumál...viðskiptamál...samskipta og samvinnumál í þinginu.... landbúnaðarmál... bara nefndu það. Ef þú hefur haldið að þarna ætti að búa til annað Alþýðubandalag...var það mikill misskilningur og aldrei á dagskrá að mínu viti.

Það næst aldrei víðtæk samvinna jafnaðarmanna á forsendum þess sem þú og VG kallar vinstri... við erum að tala um Samfylkingu jafnaðarmanna ... og þess vegna varð VG til...þar varð forpokaða liðið eftir og heldur áfram að berjast gegn framtíðinni.... Gleðilegt ár.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.12.2007 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband