Til hamingju.. trú þinni sannfæringu.

Til hamingju með þetta Magga Pála. Þetta er hluti af þeim afrakstri að vita alltaf hvert maður stefnir og vill fara. Eiginlega hálfgerð þrautseigjuviðurkenning.

Svona aðeins til að bæta við. Ég verð að viðurkenna að ég hef lúmskt gaman af því þegar Sjálfstæðismennirnir eru að reyna að mæra Möggu Pálu og tala eins og það sem hún er að gera eins og það sé hreinræktuð stefna Sjálfstæðisflokksins. Ég veit ekki hvort það hugnast skólastjóranum þeim að vera orðin merkisberi og viðmið Sjálfstæðisflokksins  og sjálfstæðismanna þegar horft er til skólamálastefnu og framíðarfyrirkomulags í þeim málaflokki. Dharma... sá mikli íhaldsmaður fær vart vatni haldið og Stebbi Fr... sanntrúaður gleðst mjög.

Öðru vísi mér áður brá Wink


mbl.is Margrét Pála hlaut Barnamenningarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hef aldrei farið leynt með aðdáun mína á verkum Möggu Pálu. Hún er frumkvöðull í skólamálum, hefur komið með nýjar hugmyndir og fengið til þess kraft að gera þær að veruleika. Veit ekki betur en að hún hafi fengið mikil tækifæri undir forystu Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir lék lykilhlutverk. Mér kemur í sjálfu sér ekkert við hvar Magga Pála er í pólitík. Það er aukaatriði máls. Hún hefur verið að standa sig vel og á hrós skilið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.12.2007 kl. 12:02

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég veit að þér líður ágætlega Stebbi en ég velti því fyrir mér hvernig henni líður með að vera talin merkisberi Sjálfstæðisflokksins

Jón Ingi Cæsarsson, 3.12.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hún er ábyggilega bara ánægð með það. Hún hefur fengið tækifæri í sveitarfélögum sem leidd hafa verið af Sjálfstæðisflokknum, tækifæri sem tekið hefur verið eftir. Þar hefur ekki verið spurt eftir flokksskírteini. Annars hef ég verið þeirrar skoðunar að Naustaskóli eigi að verða Hjallastefnuskóli. Þar eru tækifæri til staðar. Gerum þau að veruleika Jón Ingi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.12.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband