Sólardagur

Sunny winterdayÞað var heldur bjartara um að litast í dag en í gær. Glampandi sólskin og skafheiðríkur himinn var kærkominn eftir vetursýnishornið sem var hér í gær. Það eru mikil breyting frá því í æsku minni á vetrarveðrum hér. Þó geri norðan skot með úrkomu standa þau stutt og eru ósköp máttlaus. Skotið í gær stóð í tólf tíma og lítinn snjó setti niður þó fjúkið væri töluvert.

Það er svolítið fyndið að heyra veðurmanninn á Stöð 2 kalla minnstu veðurbreytingu rok, tala um gríðarlegt óveður og svo framvegis. í mínu ungdæmi var stórhríð allt annað fyrirbæri en menn kalla slíkt í dag. Og í mínu ungdæmi var "rok" nafn á ákveðnum vindstigafjölda, gömlum 10 vindstigum sem eru allt annað fyrirbæri en Siggi Stormur svokallaði kallar rok annanhvern dag í veðurfréttum. Svona taka hlutirnir breytingum og verða loks að sannleika.

Ég fór myndatökutúr yfir Eyjafjarðarána og tók m.a. þessa mynd á móti sólu. Forgrunnur er melgresið við Leiruveginn og í baksýn eru fjöllin í Eyjafjarðarsveit. Lítil flugvél tekur upp af Akureyrarflugvelli og ekki er hægt annað en öfunda þá sem þar eru um borð af því fagra útsýni sem hefur verið í blíðunni í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband