17.11.2007 | 22:36
Engin vandræði í Mývatnssveit. !
Ég sá fréttaþátt um daginn úr Mývatnssveit. Þar var Björn Þorláksson með fréttaskýringar úr sveitinni og helst var að heyra að vandamálin væru óyfirstíganleg. Mikil fólksfækkun, fyrirtækin að loka eitt af öðru og börnum hafið fækkað svo mjög að varla var hægt að halda úti grunnskóla sakir auðnar í þeim hópi.
Það viðurkenna flestir sem um þessi mál hugsa að sameining sveitarfélaga sé það sem þurfi til að styrkja stöðu sveitarfélaga á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Það hefur þegar gerst á sumum svæðum á Norðausturlandi og skemmst er að minnast sameiningar Húsavíkur og hreppa þar fyrir austan. Áður hafið Þingeyjarsveit orðið til úr hreppum vestan Mývatnssveitar og flestir á þeim svæðum viðurkenna að slíkt hafi verið nauðsynlegt og hafi styrkt svæðið mjög. Grímseyingar leita eftir sameiningu við Akureyri og víðar má sjá þess merki að þessu þróun haldi áfram.
Þess vegna taldi ég næsta víst eftir alla þá umræðu og umfjöllun um vandræði og vandamál Mývatnssveitar að þeir teldu það kost að taka þátt í sameiningarferlinu. En auðvitað var það bara heimska mín að láta mér detta í hug að slíkt gæti orðið. Ekki get ég alveg áttað mig á hvað það er sem lætur skynsemina víkja og stoltið ráða. Þetta er svolítið í ætt við þá hugsun sumra að við Íslendingar eigum að halda í þjóðernið og stoltið og ekki taka þátt í alþjóðasamfélaginu.
Að svipaðri niðurstöðu komast Mývetningar. Ekki sameinast neinum þó svo heilbrigð skynsemi segi að það sé það besta fyrir svæðið og íbúana. En hvað með það....Mývetningar virðast frekar vilja halda í sveitarstoltið frekar en að styrkja svæðið með sameiningu sveitarfélaga.
Hvernig datt mér annað í hug ???
Ekki sameining í Þingeyjarsýslu - tillagan felld í Skútustaðahreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón
Afhverju er það heilbrigð skynsemi og best fyrir íbúana í mývatssveit að sameinast öðrum? Skútustaðahreppur er eitt af best stöddu sveitarfélugum á landinu.
Vonandi horfir líka til betri vegar með atvinnu málin þar ef að af álverið á bakka kemur, þá verður krafla stækkuð eða krafla 2 byggð. Einnig mun bjarnarflag vera virkjað. Nú þegar er búið að bora nokkrar borholur fyrir þessar virkjanir. Einnig er ferðamannaiðnaðurinn að standa sig vel í mývatssveit. Ferðamanna tíminn er búinn að lengjast mjög með tilstuðli mjög öflugra manna í sveitinni.
Þannig að ég tel að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá Mývetningum að sameinast ekki
Gísli Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 00:48
Gísli Gunnar... það má vel vera að menn séu ekki tilbúnir í sameiningu þarna núna en það er ljóst að til framtíðar sameinast sveitarfélög í stærri. Fámenn sveitarfélög munu ekki hafa bolmagn til að bjóða upp á nútímaþjónustu og því mun óhjákvæmilega fækka þar enn meir og þar með er grundvöllur brostinn til að halda úti skólum, félagslegri þjónustu og ég tala nú ekki um öldrunarþjónustu. Þetta gerist því á næstu árum hvað sem hver segir ... þó svo það sé ekki endilega að gerast núna. Ég spái því að þetta gerist þarna á næstu fimm árum og ef ekki verða sveitarfélög sameinuð með lögum eins og þekkist víða. Það verða sett lög um lágmarkstærð sveitarfélaga og ekki ótrúlegt að sú tala gæti miðast við 1000 manns eða jafnvel fleiri...
Jón Ingi Cæsarsson, 18.11.2007 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.