15.11.2007 | 19:44
Sameining á réttum nótum.
Nú hafa Grímseyingar óskað eftir viðræðum við Akureyri um hugsanlega sameiningu. Það er ekki langt síðan stórsameining var kolfelld hér á svæðinu. Sú sameining var valdboð að ofan og fór illa í fólk. Þessi leið er auðvitað mun happadrýgri þar sem fólkið sjálf hefur frumkvæði og velur starfsaðferðir. Með því móti aukast líkur á að fólki samþykki slíkt en nánast vonlaust eins og lagt var af stað með síðast. Vonandi ganga þessar viðræður vel og leiða til farsællar niðurstöðu.
Á sama fundi í bæjarráði var önnur samþykkt sem vakti minni athygli en er samt sem áður áfangi í nánara samstarfi sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Þessi bókun hljóðar svo.
"Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hann átti þann 2. nóvember sl. ásamt formanni bæjarráðs við oddvita og varaoddvita Hörgárbyggðar um samstarf þessara tveggja sveitarfélaga. Á fundinum var rætt um að skipa í vinnuhóp sem myndi fara yfir þau mörgu sameiginlegu mál sem eru á borði Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar og hvernig samvinnu sveitarfélaganna yrði best fyrir komið í framtíðinni.
Bæjarráð samþykkir að setja af stað vinnuhóp um samskipti og samstarf Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra og Odd Helga Halldórsson í vinnuhópinn og óskar eftir því við sveitarstjórn Hörgárbyggðar að hún tilnefni tvo fulltrúa. "
Nánara samstarf Hörgárbyggðar og Akureyrar er afar mikilvægt. Sveitarfélögin eiga saman landamerki og Hörgárbyggð er að vinna að aðalskipulagi sínu. Akureyri á stórar jarðir í Hörgárbyggð næst bænum og hagsmunir þessar sveitarfélaga eru samofnir til framtíðar. Þessi tvö mál sýna ánægjulega þróun á þessu svæði þó svo ekki sé komið að neinni sameiningu á þessu stigi máls, í það minnsta ekki Akureyrar og Hörgárbyggðar.
Vilja ræða um sameiningu Grímseyjar og Akureyrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.