Íslendingar að missa sig.

Einhvernvegin hefur maður slæma tilfinningu fyrir þessum fréttum sem dynja á landslýð alla daga. Skuldabyrði heimilana fer lóðbeint upp í loftið og íslendingar virðast fjármagna neysluna með lánum. Fyrst voru það innlendu, heimskulegu Framsóknarlánin, sem dældu milljörðum inn í efnahagskerfið. Sú bóla virðist komin að þanmörkum og gæti sprungið á næstum misserum. Byggingaiðnaðurinn gæti hrunið á einni nóttu því offramboð á húsnæði er að verða hrópandi áberandi.

Og svo eru það erlendu neyslulánin. Það mátt svo sem gera ráð fyrir því að þegar þjóðin kæmist í að taka lán á góðum kjörum þá yrðu þau tekin og færu beint í neysluna. Fínir bílar, utanlandsferðir, almenn neysla, allt langt út fyrir það sem vegnjuleg fjölskylda getur veitt sér með tekjunum einum saman. Það kom fram í blöðum að fólk sé farið að henda nýlegum bílum bara ef þeir bilar eru fyrir nýja, flotta bílnum sem keyptur var á 100% bílaláni daginn áður.

Auðvitað gengur þetta ekki endalaust. Það er eiginlega grátlegt að sjá hvernig fólk lætur og hvernig það stofnar framtíð fjölskyldnanna í hættu fyrir stundaránægju og dansinn í kringum gullkálfinn. Hvar og hvernær þetta endar er eiginlega fyrirkvíðanlegt. Það stefnir í að bankarnir eignist hér verðlausar fasteignir í stórum stíl á næstunni. Hvað gerist þegar erlendir spákaupmenn hætta að veðja á ónýta krónu í útgáfu krónubréfa og gjaldfella jukkið. Ég kvíði þessu nokkuð en vona svo sannarlega að tilfinning mín sé röng.


mbl.is Erlend lán heimilanna eru komin í 108 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki verið meira sammála þér. Þetta er óskaplegt að horfa upp á þetta. Ein fréttin núna er að Íslendingar kaupa jafnmarga Range Rover bíla og Danir og Svíar samtals. Ætli þeir séu ekki 30 falt fleiri. En þjóð sem þarf að taka lán fyrir öllu saman er ekki í raunverulegu góðæri.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 12:05

2 identicon

Ég hef skilið þessar skuldatölur svo að  ekki sé um lántökur og skuldir þjóðarinnar að ræða nema að litlu leyti heldur einstaklinga og fyrirtækja.  Þar á meðal eru  skuldir, sem íslenskir aðilar hafa stofnað til erlendis til fjárfestinga þar. Á móti koma eignir erlendis sem  væntanlega og vonandi duga fyrir skuldunum en koma ekki fram til frádráttar í opinberum tölum um skuldir erlendis.  Ef illa fer og eignir nægja ekki fyrir skuldunum fer viðkomandi einfaldlega á hausinn án þess að það hafi áhrif á þjóðarhag umfram önnur gjaldþrot íslendinga heima og erlendis.

Freyr Ófeigsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband