Að féfletta almenning.

Nú virðst sem ný-einkavæddir bankarnir ætli að ganga í lið með matvörumarkaðinum við að féfletta almenning. Það er ekki langt síðan þessir sömu bankar gengu manna á milli með gylliboð um 100% lán og 4.15% vexti. Ofurlaunabankastjóri Kaupþing banka sagði í gamalli upptöku að á þessu væri lítil hætta, bankarnir væru svo voðalega sterkir. Nú er hann ómerkingur orða sinna og bankinn sem hann stýrir, gamli hálfstolni Búnaðarbankinn með ábót, ríður á vaðið og hefur forustu við þessa ömurlegu gjörninga.

Bankar á Íslandi hafa allir sýnt ofsagróða undanfarin ár og frá því þeir voru einkavæddir hefur vaxtamunur aukist sem er fáttítt ef ekki einsdæmi við slíka einkavæðingu. Með þessu áframhaldi og hugsunarhætti gróðapunganna sem sölsuðu þessar stofnanir undir sig gera þeir þúsundir manna og fyrirtækja gjaldþrota. En þeim er slétt sama, bara ef þeir fá sitt og bankastjórarnir fá 400 millur í árslaun.

Græðgisvæðingin á Íslandi er að fara úr öllum böndum og fórnarlömbin eru almenningur í þessu landi. Það er ekki undarlegt þó réttlætistilfinningu Jóhönnur Sigurðardóttur sé gróflega misboðið.


mbl.is Markaðurinn í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mér finnst aðgerð Kaupþings hrein svívirða, en kemur mér nákvæmlega ekkert á óvart, og ég er viss um ég trúði ekki forstjóra þess fyrir þremur árum. Húsnæðismál eiga líka að vera samfélagsmál.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.11.2007 kl. 07:40

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, svona virkar einkavæðingin á Íslandi.

Þórir Kjartansson, 9.11.2007 kl. 08:14

3 identicon

Þrírr fasteignasalar sem ég þekki spá algjöru svartnætti og hruni á fasteignamarkaðnum nú í vetur, sérstaklega eftir áramót. Þeir segja  fjölda íbúða fara á uppboð og fjölskydur verða eignalausar, íbúðir hætti að seljast, fasteignaverð hríðlækki, byggingaframkvæmdir stöðvist og þá muni nokkur þúsund pólverjar og aðrir innflytjendur fara úr landi í kjölfarið. Þá segja hlutabréfamiðlarar mér að hlutabréfaverð muni hríðlækka eftir áramót, þannig að ekki er bjart framundan í íslensku þjóðfélagi.   

Stefán (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:20

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég vil benda á að hvort um sig Hreiðar og sigurður hjá KB hafa 50 % hærri laun en forstjóri Nokia. Ef þeir þyrftu ekki svona há laun til að eiga fyrir salti í grautinn væri kanski ekki þörf á að hækka vexti svona mikið?

Sævar Finnbogason, 9.11.2007 kl. 10:12

5 Smámynd: Kári Harðarson

Þessi þróun er búin að vera fyrirsjáanleg síðan húsnæðisbólan byrjaði að springa  í Bandaríkjunum, við erum bara á eftir.  Þetta sama er búið að vera að gerast í Bretlandi og Danmörku.

Bankarnir gera það sem þeir gera alltaf, það sem borgar sig best fyrir eigendur þeirra.  Þeir eru engin góðgerðarfyrirtæki.

Ef einhver getur kennt sér um eru það þeir sem hlustuðu á fagurgalann þegar lánin voru boðin.

Það sem er sorglegast er að fólk fékk lánað fyrir 60 milljóna húsi, horfir á eignina hríðfalla í verði því enginn getur keypt hana með nýju  vöxtunum en skuldar samt sem áður 60 milljónir til þrjátíu ára, verðtryggt.  Fólkið er dæmt í þrældóm í lífstíðar því það seldi sál sína bankanum í hitteðfyrra.

Kári Harðarson, 9.11.2007 kl. 10:22

6 identicon

Bloggaði svipað...en ekki jafn kjarnyrtur og JIC

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:43

7 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þessi einkavæðing er að fara nákvæmlega eins og mig grunaði. Græðgivæðingin á Íslandi fær mann til að kúgast, gubb. Ég bíð eftir því að þeir gráðugustu kafni einn góðan veðurdag í sinni eigin ælu.

Páll Jóhannesson, 9.11.2007 kl. 14:29

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Kristófer....ég hef aldrei stutt blinda einkavæðingu og einkavinavæðingu sem var í gangi allan þann tíma sem Framsókn og Sjallar voru í ríkisstjórn eða 12 ár. En það þýðir heldur ekki að ég fallist á torfkofapólitík VG... það er til skynsamlegar millileiðir sem skila árangri fyrir einstaklinga og atvinnulíf.  Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir þig að líkjast Davíð Oddssyni sem stjórnaði þessari einkavinavæðingu og neitar útrás og nútímavæðingu því hann stendur vörð um sína.

Jón Ingi Cæsarsson, 9.11.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband