Mykjudreifarinn Birkir Jón.

Þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi heldur úti bloggsíðu á netinu. Þar fer háttvirtur þingmaður mikinn og lætur hátt í honum. Það er ekki hægt að commentera á síðuna og mér finnst það lýsa hugleysi þingmannsins að loka á slíkt. Flestir sem eru að ræða ýmis mál á netinu leyfa athugsemdir og umræður á heimsíðum sínum, en ekki Birkir Jón.

http://birkir.blog.is/blog/birkir/entry/356182/

Þetta er tengillinn inn á síðuna og mig langar til að bregðast aðeins við og verð að gera það með þessum hætti þar sem þinmanninn skortir hugrekki til að leyfa mér og öðrum að gera það beint.

Greinin heitir Svik Samfylkingarinnar og þessi meintu svik virðast vera að þingmaðurinn hafi eitthvað á tilfinningunni. Slíkt er auðvitað ekkert annað en ómerkileg mykjudreifing og slíkt er ekki samboðið þingmönnum sem vilja teljast marktækir.

"Samfylkingin er nú í lykilstöðu, þar sem bæði iðnaðarráðherrann og umhverfisráðherrann eru í Samfylkingunni. Ég hef ekki fengið það á tilfinninguna að áherslur þessara ráðherra séu að stuðla að atvinnuuppbyggingu við Húsavík með þessum hætti. Þvert á móti, hefur umhverfisráðherra talað gegn atvinnustarfsemi af þessu tagi."

Þetta er bein tilvitnun. Hvað er það sem segir að hætt hafi verið við uppbyggingu álvers á Bakka eftir einhver ár ? Ég sé ekkert þarna annað en órökstudda vitleysu og ef þetta er tifinning hæstvirts þinmanns þá ætti hann að lesa betur heima. Hann veit vel að vilji er til hjá eigendum þessa fyrirtækis að skoða Húsavík sem fyrsta valkost. Niðurstaða liggur ekki fyrir og því hefur ekkert verið ákveðið í þessu samhengi. Framsóknarflokkurinn var búinn að forgansraða álverum á suðvesturhornið fyrir kosningar þannig að vinda ofan af þeim gjörningi er illgjörlegt. Nú er bara að vona að sveitarfélög þar geri stóriðjuuppbygginu óframkvæmanlega með að loka á línulagnir. Það er eina vonin í stöðunni að þessi forgangsröðun Framsóknarflokksins breytist.

Önnur tilvitnun.

"Nú er það svo að gríðarlega mikil vinna hefur verið lögð í þetta stærsta atvinnumál Norðurausturlands á undanförnum árum. Þeir Eyfirðingar og Þingeyingar sem studdu Samfylkinguna síðastliðið vor hljóta nú að hugsa sinn gang. Er það boðlegt að næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins komi fram með þessum hætti og snúi við blaðinu að afloknum kosningum? Hvers lags aumingjagangur er í sjálfstæðismönnum í þessu máli? Er búið að snúa við blaðinu á þeim bænum líka?"

Það er eiginlega sorglegt að lesa jafn mikið bull og þetta innlegg Framsóknardrengsins er. Það er vísvitandi rangfærsla og sannleikanum hliðrað og ekki nefndur.

Umhverfisráðherrann hefur alla tíð lýst skoðun sinni á stóriðjuframkvæmdum í þeim skala sem unnið er með hér og það er ekkert nýtt. Iðnaðarráðherra er að vinna gríðarlegt starf sem flestir sjá og viðurkenna nema kannski fúlir Framsóknarmenn sem enn gráta völd sín og áhrif.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siglfirðingurinn kann ílla við sig í minnihluta. Er hann ekki í bæjarstjórn í Fjarðarbyggð? Eru vínberin þar líka súr?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég ætti ekki annað eftir en að eyða dýrmætum tíma mínum í að lesa bloggið hjá honum Birki.... og hugsa sér það tók þó nokkrar dýrmætar sekúndur að tjá mig um þetta,,,,,, svei. Annars sá ég minna á eftir tímanum nú þar sem kem daglega inn á þessa síðu og sé ekki eftir þeim tíma.

Páll Jóhannesson, 5.11.2007 kl. 10:27

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Halló, hvað er mesta atvinnumál Norðausturlands? Er það Álver á Húsavík?

Það getur verið, en reynslan af álveri á Reyðarfirði er ekki bara jákvæð. Það jákvæða er að nokkur vellaunuð störf skapast og fasteignaverð hækkar. Hið neikvæða er sú staðreynd að íslendingum á svæðinu hefur fjölgað um 0. Þeas sú fjölgun íbúa á svæðinu sem mælist er öll fólk sem flyst á svæðið erlendis frá. Ég óttast að ryðningsáhrifin séu meiri en nokkrum manni datt í hug.

Svo er annað.  Það er þenslan og verðbólgan og stýrivextirnir. Það er ljóst að áver og stóriðja er einn helsti þensluvaldurinn, reyndar má ekki gleyma því í þessu sambandi að framkvæmdir á Reykjavíkursvæðinu eru enn meiri þensluvaldur.

En ef við förum of geyst í stóriðjustefnunni er fjárhag heimilanna hreinlega stefnt í voða í hæstu vöxtum í Vestur-Evrópu.

En þetta vill Birkir ekki vita. Hann segir hávextir áfram, ekkert stopp.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 10:40

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Kristófer...ég hélt satt að segja að þú fylgdist betur með enn þetta..! Já ég veit það enda var það endurtekið í sífellu alla kosningabaráttuna hér. Þeir einu sem lögðust gegn stóriðju voru VG sem tóku afstöðu gegn árveri á Bakka. Kannski mannstu ekki vandamálið með oddvita VG á Akureyri sem talaði öðruvísi

Jón Ingi Cæsarsson, 5.11.2007 kl. 12:50

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jahérna Jón Kristófer...enda veistu betur. Samfylkingin vill hafa hemil á og stjórna iðnaðaruppbyggingu á Íslandi en er ekki til í að frysta landið á 18. aldar stigi eins og Vinstri grænir vilja. Þó svo Jón Krístófer telji að hér megi halda uppi þjónustu og þróun 21. aldar með að prjóna ullarsokka á Gunnarstöðum deili ég þeirri skoðun ekki með þér.

Stóriðja í sinni óheftustu Framsóknarómynd er heldur ekki valkostur þannig að hér þarf að finna skynsamlegan valkost sem tryggir framþróun á þess að fórna landinu eins og stefndi í undir leiðsögn Framsóknarflokksins.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.11.2007 kl. 14:55

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnast VG engin brandari. Mér finnst miklu heldur sorglegt hversu illa þeir halda á sínum málum. Fyrsta hugsun flestra þegar VG eru nefndir er afturhald, kyrrstaða og neikvæðni. Það er þungur kross að bera og leiðir til þess að kjósendur snúa frá þegar á reynir eins og hefur sýnt sig.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.11.2007 kl. 16:19

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er alveg svakalega skrítið fólk sem vill bæði hugsa um umhverfið og atvinnustefnuna. Það vill að á Íslandi sé fjölbreytt atvinnulíf, en getur ekki hugsað sér að kaffæra allt í stóriðju,  án þess að huga að umhvefismálum og ofkeyrslu í efnahagslífi.

Það er bara svo flókið þetta Samfylkingarfólk,  sem er alltaf að velta fyrir sér mörgum hliðum mála. 

Ég,  til dæmis lít svo á að ákvörðun um álver á Reyðarfirði, miðað við stöðu mála þá, hafi verið mun gáfulegari en ákvörðun um álver á Bakka núna. Skuldbingingar okkar í Kyoto og þenslan í efnahagslífi landsins, eru forsendur sem við hljótum að horfa til.  Eða Hvað? 

Jón Halldór Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 23:16

8 identicon

Hvað segirðu Jón Kristófer? Mannstu ekki hver skoðun Baldvins Halldórs var á álveri á Bakka? Gott að JIC minnti þig á því.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband