4.11.2007 | 11:22
Hvað gerir USA ?
Nú hefur lýðræði verið afnumið með einu pennastriki í Pakistan. Musharraf forseti hefur verið einn hlelsti leppur Banadaríkjastjórnar í Asíu en hefur ríkt þar í skjóli einhverskonar lýðræðis og því að hann var kjörinn til embættis.
Nú eru blikur á lofti og margt bendir til að hæstiréttur landins hafi ætlað að úrskurða framboð Musharrafs forseta ólöglegt. Hann er æðsti maður heraflans og sem slíkur ríkti um það vafi að hann mætti bjóða sig fram. Líklega mun úrskurður þessi aldrei líta dagsins ljós því forsetinn hefur afnumið flest gildi lýðræðis í landinu. Það er svo sem ekkert nýtt á þessu svæði en staða Bandaríkjamanna, siðferðislega, er önnur.
Þeir hafa í nafni lýðræðis og ráðist inn í ríki á þessu svæði án þess að blikka auga. Það var eitt að yfirlýstum áformum þeirra að koma á lýðræði þar sem einræðisherrann Saddam kúgaði þjóð sína. Að vísu var fleira nefnt til en þetta var eitt af meginverkefnunum að koma á "lýðræði".
Nú reynir á gáfumennið Bush. Einn helsti leppur hans í Asíu afnemur lýðræðið, fangelsar handhafa dómsvalds og ræðst gegn andstæðingum sínum í pólitík. Samvæmt þessu ættu Bandaríkjamenn þegar í stað að kalla saman fund í Öryggisráði Sameinuðuþjóðanna og leggja til viðskiptabann á Pakistan. Næsta skref væri að safna saman herafla við landamæri ríkisins og gera innrás og steypa einræðisherranum. Næst væri að koma á dómsvaldi og ríkisstjórn sem þeir gætu kallað fulltrúa lýðæðis og ef til vill mundi sú dramatík enda með svipuðum hætti og fór fyrir Saddam í fyrra.
En þetta var auðvitað tóm tjara hjá mér. Auðvitað gilda allt aðrar leikreglur fyrir leppa Bandaríkjamanna, þeir mega kúga þjóð sína og afnema lýðræði ef það hentar þeim. Bandaríkjamenn eru nefnilega algjörlega siðlausir þegar kemur að því að verja eigin hagsmuni og aðstöðu. Þess vegna munu þeir leggja blessun sína yfir einræðisherrann Musharraf eins og þeir studdu morðingja í valdastóla í Suður-Ameríku á árum áður.
Andstæðingar Musharrafs handteknir í Pakistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má nú kannski minnast á það að Saddam var um langa hríð leppur Bandaríkjastjórnar í sínu svæði.
Ívar Jón Arnarson, 4.11.2007 kl. 11:50
Já ekki eru þetta góð tíðindi þegar Hæstiréttur gagnrýnir og þeirri gagnrýni svarað með embættismissi og stofufangelsi.
Svona hefst harðstjórnin!
Þá er sérstök ástæða til að óttast heferð Tyrkja gegn Kúrdum sem er með samþykki Bush. Þarna er mikil púðurtunna. Impregilo sem við þekkjum af framkvæmdum eystra, hefur einnig verið í stórframkvæmdum í suðaustur Tyrklandi á áhrifasvæði Kúrda undir hervernd Tyrkja! Er von að þessir framkvæmdaraðilar hafi verið á tánum þegar Saving Iceland var með aðgerðir á hálendinu?
Það var fyrst og fremst konunglega breska fornleifafélagið sem var með mótmæli í Tyrklandi. Þegar hafnar voru framkvæmdir komu í ljós forn mannvirki sem tengja má við menningu þá sem kennd hefur verið við Mesópótamíu. Þessi forni menningarheimur teygði sig mun norðar en áður var vitað!
Því miður fer engum fréttum af þessu í íslenskum fjölmiðlum. Er það af sérstakri tillitsemi við Impregilo eða Tyrki? Kannski að sumir Íslendingar óttist Tyrki enn á vissan hátt?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2007 kl. 12:17
USA gerir ekki rassgat frekar en fyrridaginn.. Hér er blogg frá Þarfagreinir sem oft hittir naglann á höfðuðið í sínum skrifum.
http://tharfagreinir.blog.is/blog/tharfagreinir/entry/354713/
Þetta fjallar að vísu ekki um pakistan en útskýrir margt í fari USA.
Óskar Þorkelsson, 4.11.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.