19.10.2007 | 22:15
Framsókn í afneitun.
Valgerður Sverrisdóttir varaformaður leyfa Framsóknar bullar feitt á heimsíðu sinni og birtist í blaðafrétt Moggans sem hér birtist. Aðeins í nokkur gullkorn í frá varaformanninum.
"staða Sjálfstæðisflokksins sé með eindæmum veik um þessar mundir og spilaborgir kunni að hrynja víðar en í borgarstjórn Reykjavíkur. "
Þessi ummæli Valgerðar eru í besta falli fyndin. Það er hálf hrollvekandi þegar varaformaður flokks sem mælist í 8 % kallar stöðu flokks sem mælist yfir 40 % veika. Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að kalla þetta. Afneitun, brandara, óskhyggju eða hvað ? Síðan sér hún einhverskonar valdrán í spilum þess flokks en Valgerður mín þetta held ég að sé óskhyggja því miður.
Svo er það þessi skrítna setning. Ég skil þetta ekki, sennilega er þetta einhverskonar Lómatjarnarsetning sem við innar með firðinum skiljum ekki....ef einhver skilur þetta væri gaman að fá viðbragð til útskýringar.
Hún segir, að guðfeðgin nýrrar ríkisstjórnar kynnu því að verða dregin fyrir nýjan rannsóknarrétt ef upp úr samstarfi við Samfylkinguna slitnaði. Geir Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir séu búin að tefla sig í mjög erfiða stöðu sem gæti endað með heimaskítsmáti. Í samanburði við valdatíð Davíðs Oddssonar og Kjartans Gunnarssonar kæmi slík útkoma ekki vel út.
Eins og ég segi....ég skil þetta hreint ekki. ???
Varaformaðurinn segir ýmislegt fleira en mér finnst þessi skrif eins og út úr kú. Ég veit ekki hvort Valgerður skilur sjálf hvað hún er að fara. Ef setningin að vaða á súðum hefur einhverntíman átt við þá er það rétta sem hægt er að segja um þessi makalausu skrif. Einhvernvegin finnst mér að utanríkisráðherrann fyrrverandi sé ekki komin yfir fylgishrunið og afhroðið í vor. Sennilega bráðvantar hana pólitíska áfallahjálp.
Valgerður: Staða Sjálfstæðisflokksins með eindæmum veik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Kvitt fyrir lesningu!
Hvernig er veðrið fyrir norðan? Er ekki komið í fjallið nægilegur snjór?
Sveinn Hjörtur , 19.10.2007 kl. 23:04
Ég er ekki alveg að fatta hana blessaða. Bið að heilsa norður.
Jón Halldór Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.