Ef á ekki að sinna.. þá afnema.

Bann við áfengisauglýsingum á Íslandi eru í fullu gildi. Þó sjáum við á hverjum einasta degi augýsingar sem vísa á áfenga drykki. Sumar eru þó varðar með örsmáu letri þar sem tilgreint er að viðkomandi drykkur er léttöl. Margir auglýsendur nenna ekki að standa í því lengur að vera með slíka sýndarmennsku og sleppa þessu bara.

Auglýsingar sjást orðið á netsíðum, blöðum, tímaritum og nú er að verða algengara að sjá skilti í gluggum og á húsgöflum þar sem verið er að auglýsa áfengi. Til dæmis er hús í Glerárhverfi við eina fjölförnustu götu í bænum sem er þakið vísunum í ýmsar tegundir áfengis og þar er um meira en bjórauglýsingar að ræða.

Lögregla sinnir þessum málum ekki neitt og ég veit af tveimur tilvikum þar sem fólk hefur kært svona auglýsingar til lögreglu  en hún hefur ekki aðhafst. Það er td viðkomandi áður nefndu húsi og það mál segir lögregla í skoðun. Það er greinilega afar flókið því það hefur verið í skoðun allt þetta ár og ef til vill lengur. Ég mæli alls ekki gegn því að svona mál séu rannskökuð vel því þau eru flókin og erfið. Tounge,,

Í hinu tilfellinu tilkynnti og kærði félagi minn ákveðna auglýsingu í tilraunaskyni en þeirri kæru var stungið undir stól eða hent hjá embættinu hér, í það minnsta gerðist ekkert. Hún hefur kannski gleymst "óvart"

Ég er ekki fanatískur á svona auglýsingar, alls ekki. En ef menn ætla ekki að fara eftir lögum og lögregla og dómsvald ætlar ekki að sinna eftirliti og löggæslu er eins gott að hið háa Alþingi afnemi þessi lög.....   Lög sem ekki eru framkvæmd eru ólög.


mbl.is Bjórinn flæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband