Moldvörpur kerfisins.

Moldviðri undanfarinna daga hafa opinberað svo ekki verður um villst hvernig komið er fyrir íslensku þjóðfélagi. Undir fallegu, sléttu og felldu yfirborði lýðræðis og vestrænna stjórnarhátta er annað kerfi sem er allt annað og valdameira.

Á leynifundum, í klúbbum og í bakherbergjum valdaflokkanna gömlu þrýfst neðanjarðarvaldakerfi sem stjórna, ráða og drottna. Þetta kerfi velur sér auðmenn og skammtar þeim aðgengi að eignum þjóðarinnar, afhendir þeim aðgang að gróðalindum og síðast en ekki síst afhendir völdum vildarvinum fyrirtæki og auðlindir þjóðarinnar.

Orkuveitumálið er eitt fárra svona mála sem ná til yfirborðsins og birtast almenningi í sinni hráblautu mynd. Kjörnir fulltrúar fólksins kalla auðmenn heim til sín þar sem menn makka og skipta með sér milljörðum við eldhúsborðið. Þetta er gert á samráðs og vitundar þeirra sem um mál eiga að fjalla og oftast lekur svona í gegn. Sennilega voru það rangir gróðamenn sem áttu að fá eignina í þessu tilfelli.

Um allt kerfið hafa fulltrúar þessa neðanjarðarkerfis valdamanna komið sér fyrir og drottna og ráðskast í skóli embætta sinna. Dæmi um slíkt er plöntun fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins í embætti seðlabankastjóra og Halldórs Ásgrímssonar til norrænu ráðherranefndarinnar þar sem hann fær nokkur völd og áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft þann sið áratugum saman að koma slíkum fulltrúum á réttum stöðum þar sem þeir tryggja áhrif og auðsöfnun vildarvina flokksins.

Framsóknarflokkurinn hefur ekki verði eins klókur í þessum málum og því miklu augljósari sú spilling sem viðgengist hefur lengi þar sem áhrifamenn í Framsóknarflokkum hafa rakað til sín milljarðahundruðum.

Þetta moldvörpukerfi hefur lengi dulist venjulegu fólki og fjölmiðlar hika að takast á við að fjalla um þau enda flestir í eigu þeirra sem hafa hag af slíku kerfi. Ríkisfjölmiðlarnir eru auk þess rígbundnir því valdaflokkarnir hafa plantað skjólstæðingum sínum í áhrifastöður þar.

Hvað hefur þetta kerfi lagt til samfélagsins undanfarinn áratug. Afrakstur einkavæðingar hefur að miklu leyti lent í vösum auðmanna, td hafa allir ríkisbankarnir lent hjá vinum flokkanna. Síminn er kominn í hendur manna sem sennilega greiða upp það sem hann kostaði á nokkrum árum. Svona mætti lengi telja. Næstu skotmörk þessarra manna eru orkufyrirtækin, í eigu sveitarfélaga og síðan Landsvirkjun sem örugglega er kominn á væntingalista moldvörpukerfisins.

Þrátt fyrir þetta allt saman búum við við viðvarandi vandamál í heilbrigðiskerfinu, almannatryggingakerfinu og víðar. Þar skortir fé og öryggiskerfin okkar eru veik og fjársvelt. Bætur til þeirra sem minna mega sín eru með því lægsta sem þekkist í sambærilegum ríkjum og öryggisnetin okkar eru veikburða og götótt.

Tekjur sveitarfélaganna eru allt of lágar miðað við þá þjónustu sem þeim er gert að veita. Það skortir vilja stjórnmálamanna til að breyta því og mér finnst freistandi að halda því fram að moldvörpukerfinu þóknist það lítt að dreifa fjármagni og gera það óaðgengilegra fyrir þá stil að nota.

Moldvörpukerfið sem við búum við er ein helsta uppspretta þeirrar gríðarlegu misskiptingar sem við sjáum aukast í þjóðfélaginu. Menn við kjötkatlana skammta sér og sínum geysilegum fjárhæðum og mismunur hæstu og lægstu tekna er kominn úr öllum böndum.

Moldvörpukerfið er líka ein helsta ástæða þess að ekki má ræða aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það hentar því ekki að við bindumst sambandi sem aldrei liði slíkar aðferðir sem hér tíðkast. Moldvörpurnar munu leggja mikla vinnu í að koma í veg fyrir að almenningur njóti útrásar lífskjara við inngöngu í Evrópusambandið því það hentar þeim ekki. Það hentar þessu kerfi að hér búi landsmenn við einokun og fákeppni þar sem kerfið og fyrirtæki í eigu þess geta rakað til sín fé með okurverðum og okurvöxtum. Sjálfstæðisflokkurinn er sverð og skjöldur þessa kerfis sem kristallast í varðstöðu þess flokks um óbreytt kerfi.

Það er verkefni Samfylkingarinnar í ríkisstjórn að breyta þessu áratuga gamla samtryggingarkerfi gömlu valdaflokkanna. Ég vona að flokkurinn missi aldrei sjónar á því hlutverki sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband