16.10.2007 | 07:31
Æ! Æ! Æ!
Ég beið eftir Kastljósi í gærkvöld og velti fyrir mér hvort þeir félagar Vilhjálmur og Bjarni væru búir að ræða sig að sameiginlegri niðurstöðu. Það var svo sannarlega ekki og ég verð að viðurkenna að ég fékk svona aulahroll niður eftir bakinu aftur og aftur.
Það var með ólíkindum að sjá þarna tvo af þekktustu mönnum þessa samfélags og vita svo óyggjandi var að annar hvor þeirra var að segja ósatt ( ljúga ). En hvor var sá seki í þessu tilfelli ? Ekki veit ég það frekar en aðrir en tilfinning mín var á annan veginn.
Er það trúlegt að fjárfestir fari ínn í slíkt samflot og fyrirtæki öðruvísi en ganga nokkuð tryggilega frá sínum málum ? Varla.
Er það trúlegt að boðið hafi verið upp á samstarf Orkuveitu og Rei í nokkrar vikur og mánuði í málaflokki eins og orkurannsóknum og orkuvinnslu. Varla.
Er það líklegt að menn hefðu keyrt þessi mál í gegn á stjórnarfundi Orkuveitunnar ef ekki hefði legið fyrir samþykki borgarstjóra og lykilmanna í stjórnkerfinu ? Varla.
Er það líklegt að önnur eins uppákoma og varð í borgarstjórnarflokki Sjalla hefði orðið ef allt hefði verið með felldu ? Varla.
Er það líklegt að menn hefðu birt minnisblað eins og það sem birt var í gær ef það hefði aldrei verið til ? Varla.
Hver er þá líkleg niðurstaða þessarra vangaveltna minna ? Borgarstjóri er annað hvort haldinn alvarlegum minnisbresti, ótrúlega kærulaus eða einfaldlega forhertur. Minnisbrestir eru líffræðilegt vandamál og ekkert við þeim að gera því miður. Kæruleysi er slæmur ávani og menn sem ekki skoða eða lesa gögn sem þeir ber eru líklega kærulausir. Þriðji kosturinn að borgarstjóri sé einfaldlega forhertur og hafi villt á sér heimildir sem "gamli góði Villi " er því líklegasta niðurstaða þessar vangaveltna.
Bjarna fjárfesti virtist illa brugðið og mér sýndist hann vera að kynnast alveg nýrri hlið á þessum trúnaðarmanni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir sögðu Sjálfstæðismenn þegar þeir mættu á blaðamannafund um daginn þegar þeim hafði verið skúbbað frá.
Munu Sjálfstæðismenn halda áfram að bakka upp fyrrverandi borgarstjóra. Það er eiginlega stóra spurningin í stöðunni núna. Ef svo fer hverfur trúverðugleiki borgarstjórnarflokksins og forustunnar endanlega í hugum þjóðarinnar.
Aðeins að bæta við smá niðurlagi. Frægur Framsóknarmaður notaði minnisleysi sem lausn aftur og aftur og margir muna enn fræg minnisgöp forsætisráðherra þess flokks seinni hluta síðustu aldar. Ef til vill er verið að reyna að keyra á þerri taktik í þessu máli og spurning hvort menn brosa bara góðlátlega eins og þegar sá ágæti forstætisráðherra gleymdi hlutum aftur og aftur
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er bara algjörlega sammála þér, hvernig er mönnum statt á að standa með svona rugli eins og Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gera hingað til. Þetta var bara aumkunarvert yfirklór hjá hinum gamla góða Villa, það verður bara að segja hlutina eins og þeir eru.
Valsól (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.