Gamli góði Villi ?

Nú er mér eiginlega öllum lokið. Fram að þessu hef ég helst trúað gamla góða Villa þegar verið er að tala um þessi mál. Kannski var hann bara einfaldur eða utan við sig en tvöfeldni eða óheiðarleiki datt mér ekki í hug. Ég var helst á því að gamli góði Villi hafi verið plataður af útsmognum fjármálamönnum sem kunnu trixin betur en borgarstjórinn.

En nú virðist sem karlinn hafi vitað þetta frá því í september og ég verð að segja það...hann er bara býsna góður leikari ef þetta er rétt sem fram kemur í frétt um að borgarstjóri hafi samþykkt ávæði um forgangsrétt Rei til tuttugu ára. Í fréttinni sem um ræðir segir.

"meðal annars kom fram að OR myndi beina öllum verkefnum erlendis til REI og að samningurinn sé til 20 ára, á löngum fundi á heimili borgarstjóra þann 23. september sl. Borgarstjóri lýsti sig samþykkan áformum um sameiningu REI og Geysi Green Energy á þeim forsendum sem í minnisblaðinu greinir."

Líklega var það hvalreki fyrir Reykvíkinga að Sjálfstæðismenn hrökkluðust frá völdum. Þetta hafa frálshyggjudindlanir félagar Vilhjálms í borgarstjórninni vitað og þess vegna fóru þeir og klöguðu í Geir stórapabba í Valhöll.

En svo átti bara að þegja þetta í hel eins og viðgengst oftast í Sjálfstæðisflokknum ef eitthvað er ekki eins og skyldi.


mbl.is Borgarstjóri upplýstur um samning til 20 ára þann 23. september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Villi vitlausi er bara persónugervingur fyrir sjálfstæðisflokkinn eins og hann leggur sig !

Óskar Þorkelsson, 15.10.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Innlitskvitt.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.10.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818117

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband