11.10.2007 | 17:03
Gott mál
Það var ljóst að Sjálfstæðismenn voru búnir að missa öll tök á aðstæðum. Það er rétt sem sagt er að flokkurinn var ekki stjórntækur lengur og glundroði og lausatök hafa einkennt síðustu daga. Björn Ingi virðist hafa metið stöðu svo að ekki væri lengur vært í samstarfi við Sjalla. Ef svo er þá er ekki undarlegt að svona fari.
Nýr borgarstjóri Dagur B Eggertsson hefur tekið við stýrinu og ég treysti honum afar vel til þess. Mér þykir líklegt að áherslur breytist við stjórn borgarinnar við þessi skipti. Vilhjálmur er gamaldags hófsamur stjórnmálamaður en var ofurliði borinn af frjálshyggjuhugsun samverkamanna sinna. Margir höfðu stórar áhyggjur af því hvert stefndi með orkulindir okkar og manni eiginlega léttir að stuttbuxnaliðið var sett út fyrir hliðarlínuna.
Nú er að sjá hvað breytist og ég hef mikla trú á að stjórn borgarinnar verði á félagshyggjunótum og með hagsmuni fólksins að leiðarljósi.
Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja hvernig var með þessi skrif ?
"En enn má sjá leyfar Framsóknarmanna við völd. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, 6% maðurinn Björn Ingi er trúr uppruna sínum og heldur áfram á þeirri braut sem eyddi fylgi flokksins. Sjálfsæðisflokkurinn telur sér akk í að veita honum aðgang að kjötkötlunum í borginni og hann svo sannarlega notfærir sér það"
Er ekki grátlegt að upplifa í dag að flokkur sem þú sjálfur gafst út dánarvottorð á fyrir nokkrum dögum er orðin hækja fyrir Samfylkinguna ? Munum við sjá niðurlag á þessa lund ? Samfylkingin telur sér akk í o.s.frv. ?
Frábært !
Gunnar Níelsson, 11.10.2007 kl. 23:40
Það skiptir öllu máli með hverjum menn vinna og við þessa breytingu er Sjálfstæðisflokkurinn ekki að stjórna borginni eins og var. Bingi var eitt hjólið undir Sjallavagninum en nú er hann hluti af fjögurra flokka meirihluta sem hefur allt aðra sýn á mál og það ætti Gunnar að vita.
Jón Ingi Cæsarsson, 12.10.2007 kl. 06:48
Gott að þú ert kominn á þá skoðun að Vinstri græn séu samstarfshæf Jón Ingi! Oft hefur annað hljóð verið í þínum strokki. En batnandi mönnum er best að lifa :) Bestu vinstri kveðjur,
Hlynur Hallsson, 12.10.2007 kl. 07:38
Hef oft heyrt talað um að menn máli sig út í horn, en þetta er í fyrsta sinn sem ég veit til að menn máli aðra út í horn eins og Gísli Marteinn og félagar gerðu við Villa. Þvílík vandræði og þvílíkur klaufagangur.
En gaman að þessu, því um leið og Yoko kveikti á friðarsúlunni, dó friðarneistinn milli sjálfstæðismanna og framsókn hann logaði svo sem aldrei skært hvort eð var.
Páll Jóhannesson, 12.10.2007 kl. 15:43
Hvernig er hægt að treysta þessu liði?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.10.2007 kl. 23:28
Hlynur...ég verð að viðurkenna að mér er ekki alveg rótt með þetta. Ég er ekki búinn að gleyma hvernig VG drap R-listasamstarfið..en þarna er nýtt fólk sem ég vona að hafi meiri samstarfsþroska en þeir sem eru farnir og nýfarnir
Jón Ingi Cæsarsson, 13.10.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.