Trúverðugt ?

Málefni erlendra verkamanna hafa verið í deiglunni lengi. Nú er komið upp mál á Austurlandi þar sem fyrirtæki, GT verktakar eru ásakaðir um falsanir og svindl á erlendum verkamönnum. Þeir vísa frá sér ábyrgð á hendur erlendrar starfsmannaleigu sem síðan kemur í ljós að þeir eiga sjálfir. Auðvitað er eðlilegt að slíkt verði tekið til rannsóknar og málflutningur fyrirtækisins er ekki trúverðugur fyrir okkur leikmenn þegar slíkar staðreyndir eru upplýstar.

Svo kemur þessi skondna yfirlýsing frá fulltrúa starfsmanna þar sem fyllsta trausti er lýst og fyrirtækinu hælt mjög. Það getur vel verið að allt í þessari yfirlýsingu sé satt og rétt en ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að svona er lítt viðeigandi.

Hversu trúverðugt er þegar starfsmenn fyrirtækis taka að sér að mæra það og verja. Menn sem eiga allt sitt undir að fyrirtækið sé þeim velviljað skrifa auðvitað hvað sem er. Ég efast ekki um að þessi yfirlýsing er vel meint framtak en fyrir okkur sem horfum á þetta utanfrá er þetta ekkert sérstaklega trúverðugt. Þetta mál verður að rannsaka ofan í kjölinn því þessar ásakanir eru alvarlegar og því miður ríma nokkuð við það sem við höfum séð í þessum bransa að undanförnu.


mbl.is Yfirlýsing frá almennum starfsmönnum GT verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fínt að menn hafi skoðanir en ég hefði búist við öðru frá Jóni Inga. Þessi skrif hans endurspegla einmitt það viðhorf sem við gagnrýnum. Sem er að það skal fara með grunsemdir um eitthvað vafasamt fyrir dómstóla en ekki að reka mál í fjölmiðlum með rógburði og kjafthætti. Ef Jóni Inga póstmanni líkar það að vegið sé að saklausum starfsmönnum þá er hann ekki jafnaðarmaður og veifar fölsku flaggi. Það að mæra eigið fyrirtæki ,,,, hvurslags er þetta !! er maðurinn blindur á réttlæti. Þetta minnir óneitanlega á "Lúkasarmálið" þar sem hinir ýmsu spekingar tjáðu sig og hrópuðu á götuhornum "refsa" "refsa" . Jón Ingi líttu þér nær maður og gættu að hvað þú segir og hvernig þú dæmir. a.m.k. hefur þú hér opinberað dómgreindarleysi þitt hér mjög opinskátt!!

Þórhallur V Einarsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er að segja...ef það skilst ekki. Menn sem eiga beinna hagsmuna að gæta geta ekki kveðið upp hlutlausa dóma svo trúverðugt sé. Þess vegna er betra að láta aðra og hlutlausari um það mál.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.10.2007 kl. 20:30

3 identicon

Menn mega hafa skoðanir og JIC er afar hógvær maður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband