Pólitíkusar að bjarga eigin skinni.

Þá er þetta mál að komast í hefðbundinn farveg. Stórnmálamennirnrir úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hamast nú við að bjarga eigin skinni. Í stað þess að axla ábyrgð að mistökum sínum sem þeir Vilhjálmur og hinn ótrúlega spillti Björn Ingi viðurkenndu þó í gær, er greinilega verið að undirbúa aftökur stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Þegar hafa hákarlarnir aflífað eitt hornsíli sem er Haukur Leósson stjórnarformaður veitunnar. Þetta er eiginlega aumkunarvert yfirklór og allir sem með þessu fylgjast sjá hráskinnaleik þessara manna.

Á meðan á þessu stendur fitnar Bjarni Ármannsson á gróðabrölti sínu og ráðgjafi hans í ferlinu Árni Magnússon framsóknarmaður hjá Glitni bíður eftir að stíga fram í dagsljósið. Ég veit ekki hvort þeir ætla sér að toppa Finn Ingólfsson framsóknarmann sem hagnaðist duglega á einkavæðingu Búnaðarbankans. Ef þetta ferli er ekki í ætt við ferlið sem hófst í dauðastríði Sovétríkjanna sálugu má ég hundur heita.

En hverjir tapa svo á þessu öllu saman. Það er hinn almenni borgari sem á  þessi fyrirtæki sem óhugnarlegir gróðapungar og fjárplógsmenn hafa yfirtekið. Það er synd að jafn góð hugmynd og þetta raunverulega er skuli hafa slíka ásýnd sem við höfum orðið vitni að undanfarna daga


mbl.is Orkuveitan undir smásjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband