Hjólin stöðvast enn einu sinni á Hjalteyri

Hljóða verksmiðjanÉg fékk mér bíltúr á Hjalteyri í dag. Það var frábært verður, skafheiðríkt og nokkuð hlýtt. Sérkennilegt hvernig snjórinn hefur lagst í þessu síðasta hreti. Alveg snjólaus fjörðurinn að norðan frá Hjalteyri og innúr og síðan autt frá Svalbarðsströnd og innúr að austan. Annars snjór. Gerfihnattarmyndin hjá Einari Sveinbjörns sýnir þetta sérstaklega vel.

http://esv.blog.is/blog/esv/

 Það var kyrrtlátt á Hjalteyri í dag. Alllir hjallar tómir og Samherji hættur að vinna skreið í gömu verksmiðjunni. Hún var byggð á nokkrum mánuðum 1937. Byggingaleyfi gefið út í febrúar og byrjað í mars. Bræðsla hófst síðan í júní um sumarið. Kveldúlfur var jafn fljótur að koma sér fyrir eins og hann var fljótur burtu þegar hentaði. Það á kannski svipað við í dag.

Enn er samt lúðueldi á staðnum en kaffi Lísa hefur lokað og var auglýsti til sölu einhverntíman ef ég man rétt. Það er ekki stabilt vinnuumhverfið á henni Hjalteyri. Mér skilst að enginn hafi þegið boð Samherja um vinnu á Dalvík að þeim sem misstu vinnuna á Hjalteyri en það sér nú kannski ekki alveg fyrir endan á því enn sem komið er.

Gamla verksmiðjan kúrði tóm og hljóð í sólinni í dag. Lónið var spegilslétt í logninu og veröldin var óumræðilega fögur þarna við vestanverðan Eyjafjörðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband