Leikskólavandinn og formaður leikskólaráðs Reykjavíkur

Ég var hugsi í gær. Verið var að ræða við formann leikskólaráðs Reykjavíkur um vanda leikskólanna og starfsmannaskort. Ég hrökk við þegar ég heyrði að þessi ágæti formaður taldi lausn vandans felast í fjölgun einkarekinna leikskóla. Það er gott og blessað og kannski eðlilegt að bláeygur sjálfstæðismaður segi svona. En hvað þýðir það þegar menn hugsa á þessum nótum og sjá ekki útfyrir kennisetningar frjálshyggjunar.

Hvernig á einkarekstur eða einkavæðing að bjarga málum í þessum málaflokki ? Ástæður þess að fólk fæst ekki til starfa í leikskólum eru vafalaust nokkrar. Stóra ástæðan eru væntanlega að laun eru ekki samkeppnishæf miðað við það sem fólk getur fengið í öðru. Það þýðir væntalega að formaður leikskólaráðs gerir ráð fyrir að einkarekinn leikskóli greiði starfsmönnum hærri laun en leikskóli á vegum hins opinbera. Það þýðir væntanlega líka að þá verða leikskólagjöld á einkareknum leikskóla hærri en á almennum skólum.

Þegar svo er komið fara bestu starfsmennirnir af opinberu skólunum yfir á þá einkareknu því væntanlega vilja einkareknir leikskólar fá vant og hæft fólk og fá það er þeir borga betur. Eftir stendur þá að ekki fæst fólk til að fylla í þær eyður sem myndast ef laun hafa ekki lagast í opinbera kerfinu. Þá segir formaðurinn væntalega að þá verði bara að hækka launin þar. Gætum við þá ekki sparað okkur þessa einkavæðingu hvort sem er. eða ætlar formaður leikskólarráðsins að einkavæða og einkareka alla leikskóla. Það verður seint tel ég.

Ef sú leið yrði farin sem sjálfstæðismenn dreymir um munu þeir sem eiga nóga peninga hafa börnin sín á einkareknum leikskólum þar sem þeir greiða hærra gjald fyrir þjónustuna. Skemmst er að minnast að Hjallastefnan fékk heimildir til að hafa 15% hærra gjald hjá sér en almennir skólar.

Þeir sem ekki hafa efni á að greiða þetta hærra gjald verða að hafa börnin sín á almennum skólum sem ef til vill munu áfram búa við starfsmannaskort og vandræði því seint mun hið opinbera fara í launasamkeppni við almenna markaðinn og fjárfesta. Það munu því verða til tvær þjóðir í þessu landi enn frekar en nú er .... börnin sem alast upp á "fínu" leiksskólunum þar sem alltaf er fullmannað og svo hinir sem búa við óryggi og allt annað umhverfi en þeir sem aurana eiga.

Væri ekki nær að takast á við vandann í heild sinni frekar en trúa því að lausn sé í því fólgin að flytja hluta vandans í annað kerfi og skilja hitt eftir á sama stað. Það eru engar lausnir í því fólgnar að búa til forréttindahópa.

Það er líklega draumur þessa ágæta formanns leikskólarráðs Reyjavíkur að hér á Íslandi verði þjóðfélag eins og í Bandaríkjunum, þeir ríku lifa í vellystingum praktuglega en þeir sem minna eiga fái mola þá sem hrjóta af borði þeirra.

Svoleiðis þjóðfélag viljum við ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nú bíð ég eftir því að Dharma komi hér inn og ausi úr skálum íhaldsins yfir þig

Óskar Þorkelsson, 4.10.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband