Alfreð ópólitískur

Mikið er ég ánægður með að Alfreð Þorsteinsson hefur alla tíð verið ósnortin pólitik við athafnir sínar. Hann kvað upp úr í tengslum við brotthvarf úr Landspítalanefndinni að hann hefði aldrei látið pólítík ráða gerðum sínum við ráðningar eða yfirleitt nokkurn skapaðan hlut í lífinu. Kannski oftúlkun hjá mér en þetta fannst mér Alfreð meina.

Hann hafði næstum trú á að pólitík hefði ráðið því að heilbrigðisráðherra lét hann fara. Það væri nú ósanngjarnt ef svo hefði verið því það var alls ekki pólitík að hann var settur þarna í feitt embætti. Að vísu, fyrir algjöra tilviljun, var ráðherrann sem setti hann þarna Framsóknarmaður og ekki voru þeir þekktir fyrir að hygla sínum mönnum í pólitík.  Hann var þarna fyrir hæfileikana eina saman og það hafði ekkert með stjórnmál að gera.

Ég held að Guðlaugur Þór hafi alls ekki verið að hugsa um pólitík eða Framsóknarflokkinn þegar Alfreð fékk reisupassan. Þetta var tilviljun og ef til vill mistök. Alfreð er alveg ópólitískur sérfræðingur í sjúkrahússbyggingum eins og hann var sérfræðingur í að selja notuð ammerísk stígvél hérna um árið. Þetta hefur ekkert með pólitík að gera enda hefur Alfreð Þorsteinsson aldrei verið talinn pólitískur maður. Hann var bara í Framsóknarflokkum fyrir tilviljun og að hann fengi hin og þessi embætti var líka tilviljun eins og allar embættisveitingar Framsóknar hafa alltaf verið.


mbl.is Stjórnin tekin af Alfreð Þorsteinssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er akkúrat heila málið. Engin pólítík þegar framsókn er annars vegar. Allra síst Alfreð. Hvílíkur fagmaður hann Alfreð í ýmsu. Hvílíkt barn hann Gulli litli að fatta þetta ekki.

Þetta er eins og skipunin í Landsvirkjunarsætið. Þar voru mátaðir hæfustu fagmennirnir einn af öðrum.

Þetta er bara svona.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.9.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 818139

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband