Vond vinnubrögð.

Húsfriðunarnefnd er merkileg nefnd og nauðsynleg. Hún hefur háleitt hlutverk og mikilvægt að þar sé staðið faglega að málum og vinnbrögð hennar skapi traust og trúverðugleika. Málefni Hafnarstrætis 98 hafa verið unnin fyrir opnum tjöldum í nærfellt þrjá áratugi. Unnið hefur verið samkvæmt skipulagi frá 1981 og sátt ríkt um þá uppbyggingu. Verkalýðshöllin og Pedróhúsið eru hluti af því skipulagi. Allt þetta eru aðgerðir í þá átt að lífga miðbæinn sem ekki hefur verið vanþörf á.

Síðasti hluti þessa máls er Hafnarstræti 98 sem er gamalt verslunar og þjónustuhús og lengi kennt við Hótel Akureyri. Þetta hús hefur verið að drabbast niður í áratugi og hefur alls ekki hentað til miðbæjarstarfssemi sem slíkt. Enginn hefur sýnt því áhuga að gera  það upp og því hefur málið verið í þessum farvegi jafn lengi og raun ber vitni.

Síðasti fasi er að á síðasta kjörtímabili kom fram áhugi að byggja upp þetta hús en þær hugmyndir gengu ekki eftir af ýmsum ástæðum, sérstaklega fjárhagslegum. Í raun þurfti að endurbyggja húsið frá grunni því það stenst engar nútímakröfur um þjónustuhúsnæði. Málið var því á lokastigi og ekkert eftir nema rífa það og byggja nýtt hús sem hentar lifandi miðbæ. Það hefur ekki verið stefna að halda úti húsasafni dauðra húsa í miðbæ Akureyrar.

Hvað gerist svo þegar öllu ferli er lokið og komið að lokastigi. Þá vaknar sofandi nefnd suður í Reykjavík sem missti af málinu öllu og gerði engar athugasemdir meðan á ferli stóð. Mér finnst trúverðuleiki svona nefndar rýrna stórkostlega við svona vinnubrögð. Formaður nefndarinnar var meira svo brattur með sig að hann viðurkenndi að þeir hefðu sofið á verðinum.

Og hverjir líða fyrir þennan sofandahátt og sinnuleysi. Eigendur eigarinnar hafa fjárfest í verkefni í góðri trú. Öllu ferli er lokið og engar athugsemdir hafa borist frá nefndum eða stofnunum. Nú eiga þeir og Akureyri að bera tjón og kostnað sem hlotist getur af þessum dæmalausu vinnubrögðum. Menn spyrja sig í dag hvort ábyrgð kjörinna fulltrúa í svona apparati sé ekki meira en þetta ? Og það er ekki undarlegt þó menn spyrji sig.

Gamlar þjóðsögur eiga sér oft stoð í samanburði nútímans. Þegar þetta mál er skoðað kemur ósjálfrátt upp í hugann gamal góða sagan um "Djáknann á Myrká " Honum misheppnaðist í ánni og sofnaði svefni hinna réttlátu. Hann reis síðan upp og ætlaði að sækja sitt þrátt fyrir allt. Garún var ekki hrifinn að fylgja honum þá leið sem hann ætlaði og slapp naumlega frá því að fylgja honum. Það er svipað með húsfriðunarnefndina. Hún er sem uppvakningur á lokastigi máls og ætlar öllum að fylgja skoðun sem hún hefur mótað sér. Gallinn við það er að tíminn var útrunninn eins og hjá vesalings djáknanum og þess vegna vildi Garún ekki fylgja honum þrátt fyrir að hann var elskuhugi hennar meðan hann var enn á lífi.


mbl.is Furðuleg vinnubrögð Húsafriðunarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Það er aldrei gott að taka svona ákvarðanir á síðustu stundu.  En ertu nokkuð búinn að gleyma annarri ákvörðun sem var tekin á síðustu stundu viku fyrir síðustu Verslunarmannahelgi.  Þá urðu veitinga- og ferðaþjónustumenn að sæta því að fá ekki fjárfestingar sínar til baka vegna þess að bæjaryfirvöld úthýstu 18-23 ára fólki af tjaldstæðunum viku fyrir Verslunarmannahelgi.

Vandaðir stjórnsýsluhættir eru mikið atriði.  En þeir eru alltaf mikilvægir.  Ekki bara þegar maður er ósammála ákvörðuninni.  Og það er holt hljóð í því þegar bæjarstjórnarmenn á Akureyri gagnrýna þessi vinnubrögð Húsfriðunarnefndar eftir það sem gekk á hér í kringum tjaldstæðamálið.

Hreiðar Eiríksson, 20.9.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hreiðar....algjörlega ósambærileg mál og nokkuð mikið skorti á að þeir ágætu menn sem höfðu hæst segðu alla söguna. Ef til vill verður hún sögð einhverntíman.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.9.2007 kl. 09:48

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

húsfriðunarnefnd er fyrirbæri sem átti rétt á sér fyrir einhverjum áratugum en hefur verið að missa marks undanfarið !  ÞAð virðist vera nóg að hafa bárujárn á einhverju kofaskrifli sem byggt var fyrir 1920 (oftast úr kassafjölum) til að friða kofann..

Ef ekki er hægt að nýta hús í núverandi mynd á hreinlega að rífa draslið og byggja nýtt í stað þess gamla.. síðan má deila um hvort að nýja húsið á að vera í einhverjum "stíl" sem þykir betri en einhver annar.

Óskar Þorkelsson, 20.9.2007 kl. 10:47

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er svo vond vinnubrögð og viðeigandi til svo mikilla skammar að það hálfa væri nóg.  Ef ekki væri vegna þvílíkra eldhættu þá hefði ég óskað þess að þessi forljóti hjallur hefði orðið eldi að bráð í nótt. Geri orð Davíðs að mínum og segi ,,svona gerir maður ekki".

Páll Jóhannesson, 20.9.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband