Skilningsvana Sigurður Kári.

Ungliðinn Sigurður Kári fer mikinn á heimasíðu sinni og gagnrýnir Íslandspósts hf fyrir að fara að fyrirmælum eigenda sinna og taka þátt í samkeppni. Póstinum var breytt í hlutafélag fyrir 10 árum þegar það var aðskilið Símanum. Síðan þá hafa ráðamenn þar á bæ reynt að fara skynsamlega millileið, þjónusta landsmenn á eins miklum jafnréttisgrundvelli og hægt er og jafnframt að skila hagnaði í samræmi við kröfur til hlutafélaga. Þetta hefur tekist nokkuð vel þrátt fyrir að fyrirtækinu sé gert að þjónusta óarðbær svæði í samræmi við rekstrarleyfið. Sátt hefur verið um að pósturinn verði áfram í ríkiseigu því í eðli sínu er hann að hluta til samfélagsþjónusta.

Í öllum siðmenntuðum löndum er pósturinn að verulegu eða öllu leiti í ríkiseign. Meira að segja í höfuðvígjum einkavæðingar, t.d. Bretlandi og Nýja Sjálandi er grunnþjónusta póstsins á ábyrgð ríkisins. Þó hafa t.d. bretar stofnað sérstakt hlutafélag um bögglapóstinn en gamli Royal Mail er enn ríkisstofnun. Við höfum þó gengið heldur lengra með að hf -a alla póstþjónustuna.

Nú eru stjórnendur póstsins að reka hlutafélagið í samræmi við kröfur eiganda og ná sem mestri framlegð og hagkvæmni. Hvað gerist þá ? Þingmenn sem ekki hafa nokkurn skilning eða þekkingu á því hvað verið er að gera í þessum málum stökkva fram á bloggsíðum og gangrýna fyrirtækið fyrir það eitt að fylgja stefnu Alþingis. Þar fer nú fremstur í flokki Sigurður Kári nokkur, lögfræðingur að mennt og einn af vonarpeningum Sjálfstæðisflokksins. Hann ræðst að fyrirtækinu með ósæmilegum hætti og slær neðan beltis í þeirri umfjöllun. Sigurður Kári veit ef til vill ekki að flokkurinn hans hefur farið með völd í fyrirtækinu frá upphafi og stjórnarformaðurinn vandlega valinn úr þeim flokki.

Það sem þessi ágæti ungliði úr Sjálfstæðisflokknum er að leggja til að banna Íslandspósti að taka þátt í samkeppni, svo ætlar hann að einkavæða leyfarnar af fyrirtækinu og selja það góðkunningjum sínum úr flokknum á slikk eins og þar hefur stundum gerst áður. Að þessu loknu ætla góðkunningjarnir að græða á tá og fingri á arðbærum svæðum og kasta landsbyggðinni og öllum þessum smá-krummaskuðum ( hugsun sjalla á höfuðborgarsvæðinu ) á hauga skertrar þjónustu og hækkun verða ef þeir þá yrirleitt nenna að spá í að þau þurfi póstþjónustu.

Mér finnst þessi hugsun Sigurðar Kára sorglegt dæmi um vanþekkingu og virðingarleysi. Hann gerir lítið úr starfsmönnum Íslandspóst sem eru að vinna vinnuna sína, hann skilur ekki samfélagslegt gildi póstþjónustu og eftir skrifum hans og orðum að dæma skilur hann hvorki upp né niður í því af hverju pósturinn var gerður að hlutafélagi á sínum tíma.

Ég vil koma með þá tillögu að Geir Haarde komi Sigurði Kára á námskeið í tilgangi og framtíð póstþjónustu í heiminum og þar verði honum gerð grein fyrir hverskonar bull hann er að bera fyrir alþjóð á bloggsíðu sinni og í fjölmiðlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Nú er ég ánægður með þig. Enda ertu á heimavelli í þessari umræðu. Bið að heilsa Akureyringum,ja svona almennt. 

Kjartan Pálmarsson, 3.9.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Íslandspóstur hefur verið að seilast inn á sendibílamarkaðinn og hefur undirboðið sendibílstjóra til hægri og vinstri. Þetta hefur fyrirtækið gert í skjóli ríkisins og komið um leið sendibílstjórum í vanda..

Sendibillinn minn er til sölu ef einhver hefur áhuga !

En Sigurður Kári er á villigötum þegar kemur að grunnþjónustu símans.  Einkavinavæðingin á fullu hjá honum þar eins og sjöllum er tamt.. 
sbr einkahlutavæðing OR.

Óskar Þorkelsson, 3.9.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 818226

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband