Spældur.

Æ..ÆÆ.. Steingrímur. Þessi söngur fer að verða leiðinlegur. VG er í stjórnarandstöðu af því þér mistókst það sem þú ætlaðir þér. VG hafði ekki þann styrk sem mælingar sögðu í byrjun árs og þú áttir góðan séns í að ná áhrifum. En þér tókst á eftirminnilegan hátt að ná flokkunum úr 25 % fylgi í könnunum niður í þessi rúmlega 15 %. Það er í sjálfu sér ágætt fyrir afturhalds sossaflokk að fá 15 % en það er að miklu leiti vegna þess að margir trúa því enn að VG sé grænn flokkur.

Samfylkingin er í stjórnmálum til að hafa áhrif og koma að áherslum jafnarstefnunnar við stjórn landsins. Hún er ekki í stjórnmálum til að æpa sig og nöldra í endalausri stjórnarandstöðu enda er árhrif þar hverfandi. VG eru búnir að dæma sig í eilífðar stjórnarandstöðu meðan hinn grútspældi formaður ræður þar för. Það nennir enginn að reyna samstarf við menn sem æpa á torgum og eru endalaust á móti framtíðinni.

Forsjárhyggupólistíkusar í anda kaldastríðsins eru svo sannarlega úr móð.


mbl.is Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þú þarft nú ekki að vera svona spældur Jón Ingi! Andaðu nú rólega og skelltu þér upp í Lystigarð og komdu þér í betra skap. Bestu kveðjur frá Flúðum,

Hlynur Hallsson, 31.8.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sæll Hlynur....ég er í glimrandi skapi en sama verður ekki sagt um Gunnarstaðajarlinn

Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Varla getur Jón Ingi verið ,,spældur" flokkurinn hans er í meirihlutastarfi í bæjarstjórn Akureyrar og svo er hans flokkur líka í meirihlutasamstarfi á Alþingi. Held að engin velkist í vafa um hverjir séu ,,spældir", kannski Hlynur ætti að fara upp í Lystigarð þega hann kemur norður?

Páll Jóhannesson, 31.8.2007 kl. 21:41

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Páll, ef að hugsjónir mínar myndu liggja í því að komast í stjórn með íhaldinu myndi ég nú frekar fara uppí kirkjugarð! Ég er hvorki spældur eins og aumingja Jón Ingi né svekktur heldur mjög glaður og bjartsýnn enda frábær stemning hjá VG og allir í góðu skapi. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 31.8.2007 kl. 22:04

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eins og ég sagði....dæmdir til eilífrar stjórnarandstöðu...enda best geymdir þar með 19. aldar hugmyndafræði

Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2007 kl. 22:18

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég vil nú skora á þig Hlynur að lesa Staksteina Morgunblaðsins í dag þar er mikill sannleikur á ferð. Þín orð um að vilja frekar fara upp í kirkjugarð fremur en að fara í stjórn með íhaldinu - það skil ég mæta vel, ég veit jafn vel og þið sjálfir að þið hafið yfir höfuð ekkert í stjórn að gera, bara EKKERT .

Páll Jóhannesson, 1.9.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband