28.8.2007 | 12:04
Skilur Oddur Helgi bæjarfulltrúi ekki málin ?
Í Mogganum í dag er verið að fjalla um skipulagsmál á Akureyri. Þar er til umfhjöllunar fundur sem var í Glerárskóla í síðustu viku. Þar hafði Hverfisnefnd Holta og Hlíðahverfis boðað til íbúafundar. Til fundarins var boðað til að gefa byggingafyrirtækinu SS byggir tækifæri til að kynna íbúum svæðisins drög að deiliskipulagi við Undirhlíð.
Þetta er hverfisnefndinni til mikils sóma og góð vinnubrögð að koma upplýsingum til íbúa frá fyrstu hendi. Skipulagsnefnd hefur ekki fengið þessa tillögu eða drög til formlegrar afgreiðslu og því er þetta mál alfarið á milli hverfisnefndar og SS byggis á þessu stigi.
Orðrétt tilvitnun í Odd Helga í Mogganum í dag.
Hann telur að undarlega hafi verið staðið að málum. " Hvað svo ef skipulagsnefnd segir nei við þeim hugmyndum sem voru kynntar? Þá er búið að draga SS byggir á asnaeyrunum. Mér finnst þetta enn ein furðuleg ákvörðun sem því miður einkenna störf meirihlutans um þessar mundir "
Þessi orð sýna svo ekki verður um villst að bæjarfulltrúinn skilur ekki hvað er um að vera. Skipulagsyfirvöld hafa ekki lofað SS byggi einu eða neinu og þær hugmyndir sem hann hefur fram að færa á þessum reit eru frá honum komnar og sýna frumkvæði og áhuga. Það eru góð vinnubrögð að hann hafi leitað eftir samvinnu við Hverfisnefnd Holta og Hlíðahverfis að kynna þessar hugmyndir á frumstigi. Málið er ekki komið til skipulagsyfirvalda eins og flestir skilja, þó svo umræddur bæjarfulltrúi náni því ekki.
Undirrtitaður var gestur á fundi hverfisnefndar á fundinum í síðustu viku. Þar voru frumdrög SS byggis kynnt og fundarmenn gátu tjáð sig um þessar hugmyndir. Þar komu fram sjónarmið þeirra sem þarna mættu og flestum finnst slík nálgun til fyrirmyndar og lýðræðisleg vinnubrögð.
En ekki bæjarfulltrúa Oddi Helga.
Hann virðist andsnúinn því að Hverfisnefndir beiti sér með þessum hætti og mér finnst það sérkennilegt viðhorf til íbúalýðæðis. Að Oddi finnist vinnubrögð meirihlutans furðuleg eins og hann segir þá er það trú mín að vandamálið sé ekki meirihlutinn og vinnubrögð hans heldur að umræddur bæjarfulltrúi virðist ekki skilja mál til hlítar trekk í trekk. Slíkt getur aldrei orðið annað en hans eigið vandamál. Ef einhver asnaeyru eru i þessu máli eins og Oddur nefnir eru þau ekki á SS byggi.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrátt fyrir mikla reynslu í pólitík er engu líkara en Oddur Helgi sé ekki alveg með það á hreinu út á hvað pólitíkin gengur. Ég hnaut einnig um þetta þegar ég las Moggann í morgun.
Páll Jóhannesson, 28.8.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.