20.8.2007 | 20:15
ESB - umræðan í gíslingu fordóma.
Þegar umræða um flökt á krónunni og órróa á mörkuðum vaknar ætíð umræðan um ESB aðild og aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Það er eiginleg ótrúlegt hversu tekst að drepa þeirri umræðu á dreif og ekki virðist vera nokkur möguleiki á að hér fari fram málefnaleg og fagleg umræða um málið. Sjálfstæðismenn og VG skríða ætíð ofan í skotgrafirnar og hefja mikin barlóm og úrtölur. Ekki má ræða málin af skynsemi og faglega.
Í kvöld var Þorvaldur Gylfason í Kastljósi og ég verð að segja það að mér líður alltaf heldur betur með þetta þegar prófessorinn hefur tekið á þessu pólinn og lýst þessu með þeim ákafa sem einkennir hann. Mikið væri gaman ef fleiri tækju þátt í þessari umræðu með því hugarfari sem Þorvaldur lætur í ljósi.
Ég er Evrópusinni og vil umræður og ákvarðanir um framtíð Íslands og íslensku þjóðarinnar. Ég vil að við stígum skref og könnum framhaldið og gerum á því faglega skoðun hvort, hvernig og hvernær við stígum skerfið og sækjum um. Þorvaldur fór aðeins inn á afstöðu Sjálfstæðisflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Þar ríkir stöðnun og úrtölupólitík. Sorglegt það. Þó eru ýmsir forustumenn ASÍ fylgjandi umsókn Íslands að ESB og mér skilst að innan þeirra samtaka hafi verið unnið markvisst að einhverju leiti til framþróunar.
Ég er starfandi stjórnarmaður í aðildarfélagi innan BSRB bandalags opinberra starfsmanna. Fyrir all nokkru stóð ég fyrir tillögu á BSRB þingi þar sem lagt var til að samtökin færu í að skilgreina málið og skoða. Sú tillaga var útþynnt og settur af stað einhverskonar málamyndahópur sem síðan hefur nákvæmlega ekkert gert, eða í það minnsta hefur sú vinna ekki verið sýnileg úti í aðildarfélögunum.
Formaður BSRB er Ögmundur Jónasson er þekktur ESB andstæðingur og hefur dregið lappirnar í að gera samtökin meðvituð um framtíðina. Þar ríkir stöðnun og kyrrstaða. Þorvaldur ræddi hlut verkalýðshreyfingarinnar og hversu undarlegt væri að hún væri ekki að vinna að þessum málum eins og verkalýðshreyfingar í löndum næst okkur. En hvernig má það vera að BSRB vinni að þessu máli með opnum huga þegar formaðurinn er staðnaður sossi og afturhaldsinnaður þingmaður úr VG. Varla við því að búast..eru menn kannski að blanda saman eigin skoðunum og öðru sem ætti að leiða þá í framfaraátt ?
Ég held að verkalýðshreyfingin ætti að fara að huga að því fyrir hverja hún er að vinna og hvað hún er. Hún á ekki að vera hreiður fyrir fordóma og afturhald, persónulegra skoðana formanna eða annarra slíkra. Hún á að vinna með hagsmuni þeirra sem hana mynda, fólkið sem myndar þessi samtök. Það á ekki að vera uppi sú staða að menn neiti og komi í veg fyrir þá bestu kjarabót sem möguleg er í stöðunni. Allir vita hver staða verðmyndunar og réttindagæslu er á Íslandi. Þar stöndum við langt að baki og okrið er landlægt.
Ég gæti haldið áfram miklu lengur en segi að lokum eins og Þorvaldur Gylfason sagði í kvöld. Aðild að ESB væri okkar besta trygging gegn okri. Það verður að fara fram umræða í verkalýðshreyfinunni um þessi mál eins og gert var í aðdraganda EES umræðunnar fyrir bráðum 20 árum.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður hafa hagsmunir ákveðinna aðila í íslensku samfélagi komið í veg fyrir að umræðan um ESB-aðild á Íslandi næði flugi. Í raun er ekki spurning hvort við förum inn í ESB heldur hvenær. Aðild að ESB mun gera Íslenskum almenningi aðeins gott, og ætti aðeins eftir að bætta lífskjör hins vinnandi manns.
Rétt eins og Þorvaldur talaði um á fundi okkar ungra jafnaðarmanna á Akureyri þann 24. febrúar um ESB, þá er stærsti kostur við ESB aðild einmitt það öfluga samkeppniseftirlit sem ESB rekur. ESB vinnur hörðum höndum gegn okri, og við það eru margir hér á landi hræddir við samkeppniseftirlit. Annar góður kostur við ESB er Evran. Eins og staðan er í dag þurfum við að hafa góða stjórn á ríkisfjármálum og peningastefna Seðlabanka Íslands þarf að vera virk til þess að gengi á Íslensku krónunni sé eðlilegt. Því miður hafa Íslenskir stjórnmálamenn ekki gætt að sér hvað ríkisfjármál varða, og gert enn erfiðara að halda genginu réttu, þó svo að það sé ekki lengur meginmarkmiðið, en þó nauðsynlegt til að ná verðbólgumarkmiði. Einnig hefur Evran þá kosti að Seðlabankinn þyrfti ekki að hafa eins miklar áhyggjur að gjaldeyrisforða eins og hann hefur í dag. Meiri segja hefur gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands ekki verið nógu stór eins og sumir hagfræðingar vilja. Ég get skrifað endalaust um kosti ESB aðildar, líka galla eins og t.d. landbúnaðarkerfið. En sama hversu mikið ég myndi skrifa kæmist ég ávallt að sömu niðurstöðu. Ísland inn í ESB
En aðalmálið í dag er að við Samfylkingarfólk verðum að halda ESB umræðunni á lofti. Sérstaklega þar sem Ingibjörg Sólrún er komin í utanríkisráðuneytið. Ég get allavega lofað því að við í Ungum Jafnaðarmönnum á Akureyri munum halda áfram í ESB umræðunni. Kannski til skamms tíma er ágætt að vera fyrir utan ESB, en til langs tíma er best að vera í aðild að ESB. Spurningin er hvort að sumir stjórnmálamenn þurfi ekki að breyta um og fara að horfa lengra fram í tímann.
Sölmundur Karl Pálsson, 21.8.2007 kl. 14:45
Það er þá engin smá langloka þegar strákurinn tjáir sig - efni í stjórnmálamann? er sammála ykkur félögum, Jón Ingi, Sölla og prófessornum
Páll Jóhannesson, 21.8.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.