Gúrka ?

Ég er sennilega svo lítt upplýstur að mér finnast þessir atburðir að rússneskar flugvélar fljúgi í átt að Íslandi algjört smámál. Mér finnst að menn eigi að anda rólega yfir þessu og ég veit eiginlega ekki hvað það er sem mönnum finnst svona merkilegt við þetta.

Það er hægt að njósna um einstaklinga með gerfihnöttum utan úr geimnum ef mann vilja vita hvað náungin er að fást við svo ekki er það málið. Hvað rússar ætla að kanna hér með að fljúga meðfram landinu utan lofthelgi veit ég ekki heldur. Engin her á Íslandi lengur svo ekki er það málið.

Niðurstaða mín er að þetta er gúrkutíð og fjölmiðlar þurfa endilega eitthvað til að fylla upp í tómarúmið. Rússar eru ekki óvinir okkar og það stendur ekki til að varpa sprengjum á landið. Rússarnir fá að vísu það sem held að sé meiningin...umfjöllun vestrænu pressunar. Ég held að menn ættu bara að þegja Putin í hel og þá verður þetta ekkert spennandi fyrir þá. Svo er flugvélaeldsneyti dýrt.

 

Við hér á Akureyri eru orðin svo vön að sjá þunglamalegar Antonov vélar silast í loftið hér að við tækjum sennilega ekki  eftir því þó ein eða tvær birtist hér í viðbót, af og til.


mbl.is Tilkynning utanríkisráðuneytis varðandi flug rússneskra herflugvéla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband