Vandi ríkis og sveitarfélaga.

Starfsmannamál ríkis og sveitarfélaga hafa verið að gerjast undanfarin misseri. Umræður þar um eru á einn veg, ríki og sveitarfélög hafa tapað kapphlaupinu um vinnuafl og laun. Þetta kemur hvað þyngst niður á umönnunarstéttum og og ástandið í heilbrigðisgeiranum hefur verið á margan hátt alvarlegt. Mikill skortur á vinnuafli og ljóst að ekki sér fyrir endan á því.

Nýjar fréttir og þó ekki er að flótti sé brostinn í lið lögreglunnar og tugir manna þar hafa leitað í önnur störf vegna lágra launa. Fyrirtæki í eigu ríkisins glíma við það sama mörg hver og starfsmannavelta er algjörlega óástættanleg fyrir starfssemina. Þrátt fyrir þessar staðreyndir keyra ríki og sveitarfélög stranga aðhaldsstefnu í launamálum og launaskrið og yfirvinnu haldið niðri. Þetta veldur enn meiri vanda og flýtir fyrir fólksflótta frá stofnunum hins opinbera.

Enn á ný virðist sem órói sé að birtast í röðum kennara sem þó fengu nokkuð góðar úrbætur fyrir nokkrum árum umfram aðra opinbera starfsmenn. Málið er líklega að stjórnvöld og stjórnendur stofnanna okkar hafa gjörsamlega misst af lestinni og sjónar á þeirri þenslu og launaþróun sem á sér stað á almennum markaði. Þar munar ótrúlegum upphæðum.

Vandinn mun vaxa á næstu árum ef stjórnvöld og stórnendum stofnana og fyrirtækja hins opinbera átta sig ekki á því hvað er að gerast og mun gerast. Fólk á besta starfasaldri og er samkeppnishæfast fer frá ríki og sveitarfélögum og eftir sitja þeir sem eru orðnir það fullorðnir að þeir meta stöðu sína öruggari áfram þar sem þeir hafa byggt upp réttindi. Þessar stofnanir keyra því á eldra og eldra vinnuafli með árunum og að lokum mun þetta leiða starssemina á algjörar ógöngur því menn endast ekki að eilífu. Þetta kemur meðal annars fram í stóraukinni veikindatíðni og því sem því fylgir. Erlent vinnuafl hefur t.d. að miklu leiti staðið undir endurnýjunarþörf á heilbrigðisstofnunum.

Hvað er til ráða spyrja menn þá. Vafalaust er ekki einfalt svar við þeirri spurningu en þó er það staðreynd að fyrsta skefið er að stjórnvöld átti sig á því hvað er að gerast. Mér finnst ríkja mikið tómlæti og ábyrgðarleysi hjá stjórnmálamönnum og stórnendum stofnana í þessum málum, það eiginlega rekur að feigðarósi ef ekkert verður gert og stefna og markmið ákvörðuð.


mbl.is Hundruð vantar til umönnunarstarfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Blondie

Einkafyrirtæki gera sér fulla grein fyrir því hversu góðir og fjölhæfir starfskraftar kennarar eru og þekki ég þó nokkur dæmi um það að fyrirtæki hafi boðið kennurum vel launuð og góð störf.  Þetta eru yfirleitt yngri kennararnir, þannig að maður spyr sig, hvernig fer um nýliðunina í stéttinni?

Ég þekki einnig dæmi um það að kennurum hafi verið boðin deildarstjórastöður á leikskólum og hvort sem fólk trúir því eða ekki, þá hækka kennarar heilmikið við að gerast deildarstjórar á leikskólum, auk þess sem ýmis önnur kjarabót fylgir því starfi s.s. lækkun leikskólagjalda og frítt fæði.

Ég hef þegar skrifað lítinn pistil um ástandið hér en sem móðir hef ég gríðarlegur áhyggjur af vetrinum.

Blondie, 18.8.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband