Frábær hugmynd. Grímseyjargöng.

Málefni Grímeyjarferju eru víða rædd og sýnist sitt hverjum. Á mínum vinnustað hefur þetta auðvitað verið rætt og í dag var verið að takast í um ábyrgð, hver bæri hana og svo framvegis. Eins og allir vita bera aldrei nokkur kjaftur ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut hér á landi og það ætlar ekki að bregðast í þessu máli frekar en öðrum. Egill Helgason stórkanóna gerði sig samt sekan um ótúlega þröngt sjónarhorn í Kastljósi í kvöld þegar hann gagnrýndi núverandi samgönguráðherra að nefna skipaverkfræðing sem blóraböggul. Það gerði hann ekki en gat þess sérstaklega að þessi ráðgjafi væri sekur um vond ráð og hver mótmælir því.

Síðan sagði Egill Helgason ekkert meira og þeir félagar sem sátu í Kastljósinu í kvöld voru greinilega smeykir að nefna nokkuð um ábyrgð manna enda þetta mál heit kartaffla í röðum Sjálfstæðismanna. Eiginlega hef ég ekki heyrt og séð Egil Helgason opinbera með jafn skýrum hætti stuðning sinn við Sjálfstæðisflokkinn. Eini maðurinn sem hann þorði að nefna var Kristján L Möller. Hallærislegur fréttamaður sem ekki þorir að nefna til leiks annan en þann sem er að taka á málum.

En áfram með umræður. Í dag heyrði ég frábæra hugmynd sem auðvelt er að framkvæma og mundi spara frekari umræður um ferjur og slíkt til Grímeyjar. Það eina sem við þurfum er stórhugur þor og svolítið af aurum. Þó er það ekki stórmál því með þessu áframhaldi verður kosnaður við þvottabalann Írska töluvert innlegg. Ég trúi því ekki að hér í þessu kjördæmi sé enginn þingmaður sem þorir að taka af skarið og leggja þetta til. Sunnlendingar eiga Árna Johnsen sem aldrei lætur deigan síga og gæti jafnvel aðstoðað við að tryggja þessari hugmynd brautargengi og fjármagn.

Göng til Grímseyjar eru auðvitað það sem þarf. Það er að vísu smá jarðskjálftasvæði sem þarf að bora í gegnum en það er lítið mál samanborið við eldvikra svæðið við Vestmannaeyjar. Svo er þetta ekki svo mikið lengra, rétt um 42 km frá Gjögrunum. Um þessi göng væri hægt að flytja allt sem hugurinn girnist báðar leiðir, það má leggja af flug og flugvöll, þar sparast umtalsverðir fjármunir til viðbótar við þann milljarð sem ferjan endar líklega í.

Göng til Vestmannaeyja eiga að kosta 90 milljarða. Göng til Grímseyjar þyrftu ekki að kosta nema 150 milljarða ef aðeins er sparað í steypu og malarvegur í þeim verður látin duga. Mér fannst þessi hugmynd sem var reifuð nokkuð á kaffistofunni í dag skoðunarvirði og ég efst ekki um að Árni Johnsen styður samgönguráðherrann við að selja mönnum þessa hugmynd. Er þetta í sálfu sér nokkuð mikið vitlausari umræða en göng til Vestmanneyja. ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er góð hugmynd - fáum Árna í lið með okkur

Páll Jóhannesson, 18.8.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband