Já ráðherra.

Já ráðherrra...auðvitað berð þú enga ábyrgð. Þú vissir ekkert um þetta, það var enginn búinn að benda þér á þetta. það hafði enginn nefnt þetta við þig og þetta var aldrei í fréttum. Halló Sturla, er þetta ekki nokkuð langt gengið í að gera sér upp aulahátt ??

Það var margbúið að ræða ferjumálið við ráðherrann, undirmenn hans fara í hunduðmilljóna fjárfestingar og ráðherrann segist ekki geta haf yfirsýn og því beri hann enga ábyrgð. Er þetta ekki dæmigert fyrir íslenskar stjórmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa. Þeir bera enga ábyrgð og virðast því aðeins vera áskrifendur að laununum sínum þegar upp ér staðið. Þurfum við ekki að fara að læra smotterí af siðfræði nágrannaþjóða okkar ?

Mér finnst það allavegna en það er ekki að marka mig.


mbl.is Sturla: Aldrei gefin fyrirmæli er áttu að geta leitt til núverandi niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Mér fannst meira aðfinnsluvert að Árni féhirðir vildi ekki draga neinn til ábyrgðar en setti út á skýrslu ríkisendurskoðunnar !  Vinabandalagið stendur sig enn.

Óskar Þorkelsson, 16.8.2007 kl. 23:45

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér finnst Sturla hafa staðið sig með ágætum miðað við aðstæður. Hann gengdi einu erfiðasta embætti síðustu ríkisstjórnar og þurfti einatt að sinna kvabbi og sífri úr öllum áttum. Ég held, að Sturla hafið orðið feginn því, að blessaður nafni minn, K.L.Möller hafi leyst hann af hólmi. Ég óska þeim báðum til hamingju og velfarnaðar í störfum.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 17.8.2007 kl. 07:08

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nú er ég sammála þér Jón Ingi - mér finnst löngu tímabært að stjórnmálamenn, sem og aðrir sem gegna ábyrgðarstöðum axli ábyrgð gerða sinna. Ég ók eftir þjóðvegi 1 í gær og þótti nöturlegt að horfa uppá beygðar bensíndælur standa við þjóðveginn og skammast sín fyrir verk sem aðrir hafa klúðrað. Ég bara heimta að stjórnmálamenn fari að taka á sig ábyrgð - það er skylda þeirra.

Páll Jóhannesson, 17.8.2007 kl. 16:38

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég gleymdi einu þ.e. í hvaða málum hefur Sturla staðið sig svona ofboðslega vel? Til margra ára töluðu menn um að á eftir Sturlu komi = KLÚÐUR.

Páll Jóhannesson, 17.8.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband