29.7.2007 | 09:39
Lenging Akureyrarflugvallar.
Þá er búið að taka ákvörðun í verklagi við Akureyrarflugvöll. Brautin verður lengd um 500 metra til suðurs, malbikaður að nýju og komið verður fyrir fullkomnustu aðflugstækjum. auk þess verður öryggissvæðum breytt í samræmi við reglur. Verki þessu er flýtt og verklok eiga að vera í árslok 2008.
Þetta er afar dýrmæt ákvörðun og einstaklega mikilvæg fyrir Akureyri og reyndar allt Norðurland. Þetta mun verða ferðaiðnaðinum mikilvægt og mun tryggja millilandaflug um völlinn, í það minnsta það sem varðar öryggi og aðstæður. Auk þess mun þetta tryggja útflutning á ferskum sjávarafurðum frá Norðurlandi að þá verður hægt að taka hér í loftið með fullfermdar flugvélar sem þurfa þá ekki að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku.
Kristján L Möller kynnti þessa ákvörðun sína í ríksisstjórn í síðustu viku og viðtal er við ráðherrann í sunnudagsblaði Moggans. Þar lýsir hann ánægju sinni með þessa lendingu enda var það Kristjáni kappsmál að lenging brautarinnar yrði forgangsmál og henni flýtt. Nú hefur það gengið eftir.
Skipulagsnefnd Akureyrar hefur þegar gengið frá aðal og deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þessari lengingu og nýjum öryggissvæðum. Ef eitthvað er eftir sem þarf að breyta eða endurskoða ætti það að vera einfalt mál og ekki tímafrekt.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilegt að Möllerinn hinn góði er farin að skilja eftir sig fótspor og fíngraför hér og hvar - þetta er minn maður.
Páll Jóhannesson, 29.7.2007 kl. 23:43
Í hvora áttina verður hún lengd?
Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 30.7.2007 kl. 02:15
Kom fram í bloggfærslunni hjá Jón Inga að brautin væri lengd til suðurs - það er gert til að stytta leiðina suður
Páll Jóhannesson, 30.7.2007 kl. 08:23
Af hverju er verið að lengja brautina til suðurs? Er það til að stytta flugleiðina til Reykjavíkur? Bara hugmynd.
Jón Halldór Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 12:00
Rosalega var ég ferskur núna. Las ekki fyrri athugsamedir fyrr en of seint. Auðvitað var ég ekki einn um að fá þessa hugmynd. He. He.
Jón Halldór Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.