27.7.2007 | 17:47
Enn eitt umhverfisfúskið.
Þau detta inn eitt af öðru málin sem Framsóknarflokkurinn gaf grænt ljós á í umhverfismálum. Það er ærið verkefni að vinda ofan af þeim slysum sem áttu sér stað meðan sá ágæti flokkur fór með stjórn umhverfismála. Þá var umhverfisráðuneytið deild í iðnaðarráðuneyti og samgönguráðuneyti og skrifað var upp á hvaða vitleysu sem var.
Eitt af því sem Framsókn gerði sitt besta með að komast hjá var að mál færu í umhverfismat. Nú þegar eru að komast í umræðuna stórmál sem láku í gegnum Framsóknarhripið og hagsmunaaðilar stjórnuðu. Hér er átt við lagningu vegar í gegnum verndarsvæði og að engu skeitt með að þar væri í hættu fuglalíf og skógur. Þetta er Teigaskógarmálið sem þessi frétt fjallar um.
Hér er átt við Múlavirkjun sem staðfest er af fyrrverandi oddvita fór langt út fyrir það sem leyft var. http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/270299/ Össur hefur lýst því yfir að sú virkjun fái ekki starfsleyfi framlengt nema með verulegum lagfæringum og breytingum
Í dag komst í umræðuna virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði sem að sögn heimamanna er langtum meiri framkvæmd en sagt var og menn komust hjá að setja í umhverfismat með tilstuðlan sama ráðuneytis. Margt fleira á eftir að koma í ljós t.d. hugmyndir um virkjun í neðanverðri Þjórsá, athyglisvert að skoða hvaða afslættir voru í pípunum þar og svo að lokum.
Ef til vill er ástæða til að skoða hvaða afslætti Djúpadalsvirkjun fékk hjá stórnsýslunni en eins og kunnugt er sópaðist hún burtu á nokkrum mínútum í vetur sem leið og olli það stórtjóni og tók næstum mannslíf. Þar var jarðvegsvirkjun reist á hripri skriðu og þegar á reyndi hélt jarðvegurinn við stífluendan ekki og var nokkuð fyrirséð að sögn þeirra sem þekkja til þarna.
Það ljóst að stjórnsýslan hefur gefið mikla og sennilega óeðlilega afslætti í umgengni um náttúru landsins. Ég ætla ekki einu sinni að ræða Kárahnjúkavirkjun sem er náttúrulega eitt allsherjar brjálæði og hræddur er ég um að þar bíði ýmsar uppákomur okkar á næstu árum.
Höfða mál gegn umhverfisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.