Askja - Dyngjufjöll og fleira.

Öræfi og eyrarrós

Í gær fór ég í Öskju í bíðviðrinu. Það er langt síðan ég kom þangað og löngu tímabært að drífa sig þarna inneftir. Vegurinn er mjög góður, eitthvað annað en þegar ég var að fara þarna fyrst fyrir 30 - 35 árum. Ég tók mikið af myndum og birtan og umhverfi skörtuðu sínu fegursta. Ég er búinn að vinna örfáar af þessum tæplega 200 myndum sem ég tók ef menn hafa áhuga á þá geta þeir kíkt á Flickr -síðuna mína þar sem ég læt detta inn eitthvað af góðgætinu.

http://www.flickr.com/photos/53151484@N00/

Að lokinni heimsókninni að Víti og Öskjuvatni ákvað ég að fara suður fyrir Dyngjufjöll og norður Dyngjufjalladal. Þá leið hef ég aldrei keyrt nema þann hluta sem fer á Gæsavatnaleið. Það er skemmst frá því að segja að ferðalagið norður dalinn gekk fínt og þarna er gaman að koma. Íslensk hálendisnáttúra eins og hún er frábærust. Ég gekk eitt sinn úr Svartárkoti í Öskju en þá beygðum við af leið og yfir Jónsskarð þannig að þá missti ég af sjálfum dalnum.

Þegar kom svo að því að halda norður og til byggða niður í Mývatnssveit varð mér að að missa af slóðinni þar sem á að halda til norðurs og lenti á slóð til vesturs niður í Suðurárbotna. Þegar ég áttaði mig á því var ég kominn það langt að ég lét slag standa að fara þar niður. Í hálendisbókinni góðu stendur að þetta sé eiginlega gönguleið svo seinfarin er hún á bílum og það má taka undir það sjónarmið. Ég hafði gengið þetta á sínum tíma og minntist þess ekki að þetta væri svona ógreiðfært og raun varð á. Það er rétt sem stendur í bókinni góðu að þessi leið reyni á þolinmæði ökumanns og það má svo sannarlega taka undir það. Það er orðað þannig.Þrjóskir bílstjórar geta skrölt þetta í lágadrifinu. Því er haldið fram að þetta verði ekki farið nema á háfættum bílum í lágadrifinu, en svo sterkt vil ég nú ekki taka til orða. Ég þurfti ekki nema tvisvar að setja næstum óbreytta Pajero - Sport í lágadrifið, en seinfarið er þetta.

Það er verra að í Hálendisbókinni góðu er talað um skilti sem leiðbeini bíleiðina til norðurs en ekkert sá ég skiltið og á eftir að fara þarna aftur til að átta mig á hvar ég fór rangt. Ef til vill þar sem ég sá beygðað og undið jarnstykki sem gæti hafa verið staur og skilti áður.

Myndin sem fylgir hér að ofan er tekin sunnan Dreka við leiðina að Vaðöldu. Þar litar eyrarrósin stór svæði þessar vikurnar og það er stórkostlegt að sjá bleikar breiðurnar í eyðimörkinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Í fréttatíma stöðvar 2 þá var fyrsta frétt eldgosaaðvörun á einmitt þessu svæði.. öskju-dyngjufjöll.. 2000 skjálftar á 16 km dýpi síðan í feb...


Óskar Þorkelsson, 22.7.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eimitt það sem ég var að blogga um fyrir rúmlega mánuði síðan..

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/243193/

Jón Ingi Cæsarsson, 22.7.2007 kl. 20:36

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

aha :)  þetta er spennandi dæmi.. en mikið rosalega er langt síðan ég hef farið á þessar slóðir.. er mest á svæði heklu og kötlu.

Óskar Þorkelsson, 22.7.2007 kl. 20:45

4 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Snilld, ég ætla að koma mér í Öskju fyrir veturinn alltaf gaman að mynda þar!

Lára Stefánsdóttir, 22.7.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband