Hallrekstur sjúkrastofnanna. Ábyrgð Alþingis.

Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er á ábyrgð Alþingis íslendinga og stjórnvalda hverju sinni. Við höfum ekki ráðist í einkavæðingu sjúkarhúsa enn sem komið er og verður vonandi aldrei. Þetta endalausa snakk um hallarekstur Landspítala er ótrúlegt kjaftæði og það hlýtur að vera ömurlegt að vinna við þær aðstæður að stjórnmálamenn láta sem sjúkrahús á landinu séu illa rekin og endalaus "taprekstur" gangi ekki. Síðan er hagrætt, dregið úr þjónustu, deildum lokað og fólk látið liggja á göngum. Auk þess fæst starfsfólk ekki til starfa því búið er að skera inn að beini í launastefnu og starfsmannamálum.

Niðurstaða alls þessa er að starfsfólk fæst ekki til starfa, þjónustan er neðan viðmiðunarmarka og sjúklingar liggja á göngum. Og hver ber svo ábyrgð á öllu jukkinu ? Eru það stjórnendur spítanna sem settir eru í spennitreyju allt of lágra fjárveitinga og óraunsæis stjórnmálamanna.

Þetta er auðvitað ekki hallarekstur. Þetta er skortur á fjármagni til þessara stofnana til að þær geti rækt hlutverk sitt á sómasamlegan hátt. Hvernig má það vera að ríkisstofnum eigi ekki fyrir launum og lyfjum nema út á krít. Hvernig má það vera að spítali skuldi byrgjum mörg hundruð milljónir ?

Ábyrgðin er Alþingis. Hvernig væri að ákveða hvort við ætlum að halda hér gangandi nútíma heilsugæslu eða ætlum að halda áfram að reka þetta á horriminni. Það vantar meira fé frá ríkissjóði til að reka þessar stofnanir.... alþingsmenn og ráðherrar...hvernig væri að horfa í eigin barm og átta sig á hverjir bera ábyrgð á þessari hörmungarstöðu.


mbl.is Viðvarandi vanskil LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband