17.7.2007 | 18:36
Illa upplýstir Heimdellingar.
Enn á ný geysist stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins fram á ritvöllinn með málefni sem þeir augljóslega hafa takmarkaða þekkingu á. Formaður Heimdalls Erla Ósk Ásgeirsdóttir geysist fram á ritvöllinn og segir löngu tímabært að afnema einkarétt Íslandspóst af póstdreifingu.
Íslandspóstur er hlutafélag samkvæmt lögum frá 1997 og síðan þá hefur fyrirtækið verið að aðlaga sig samkeppni á markaði sem löngu lá fyrir að yrði. Einkaréttur Íslandspósts og annara fyrirtækja sambærilegra í Evrópu á að falla niður árið 2009. Þegar hefur stór hluti starfsseminnar verið færð á samkeppnismarkað og nú er svo komið að innan við þriðjungur starfsseminnar byggir á bréfinu sem er eitt eftir í einkarétti. Það eru bréf undir 50 grömmum. Samkeppni í öðrum þáttum hefur verið lengi og ekkert bendir til að afnámi einkaréttar verði frestað.
Það er eiginlega sorglegt hversu einhæf og óupplýst þessi grein Heimdallarformannsins er. Einkaréttur Íslandspósts er ekki án kvaða. Fyrirtækinu er gert að dreifa á jafnréttisgrundvelli öllum þeim pósti sem til þess berst á jafnaðarverði, daglega. Það getur vel verið að formaðurinn vilji taka að sér að flytja póst með þeim skilmálum en mér er nokkuð til efs að nokkur maður með viðskiptavit vilji taka að sér að dreifa bréfi á landsbyggðinni fyrir 60 krónur þegar raunkosnaður við slíka dreifingu gæti auðveldlega náð 1000 kalli á stykki. Heimdallur stefnir kannski á slíka gróðalind.
Hættan við afnám einkaréttar, sem þegar er ákveðinn, auki kostnað landsbyggðar stórkostlega. Ef hætta á að nota jafnarverð fyrir bréfasendingar er hætt við að eitthvað verði undan að láta, verð eða þjónusta nema hvor tveggja væri.
Sænski pósturinn sagði sig frá einkarétti 1995 og síðan hefur ríkissjóður þar, greitt póstinum stórar fúlgur árlega fyrir dreifingu á óarðbærum svæðum. Það verður að koma til þegar einkarétti sleppir á næstu árum ef ekki á að sprengja upp allan kostnað eða draga úr þjónustu. Þetta veit hinn ágæti formaður Heimdalls örugglega ekki... hún sér aðeins aðra hlið málsins og sennilega veit harla lítið um það fyrirkomulag sem viðgengst eða veit hvernig póstþjónusta á Íslandi er rekin í dag. Grein hennar einkennist af þröngsýni og einföldunum. Auk þess hallar hún réttu máli með að láta í það skína að Póstinn sé með einkarétt á öllu. Slíkt er rangt og lítið eftir af slíku þegar mið er tekið af heildartekjum og rekstri. Í samkeppni eru böggla og pakkasendingar, skeyti, bréf þyngri en 50 grömm og margt margt fleira sem póstþjónustan er að höndla með daglega.
Þegar Alþingi ákvað að gera Póstinn að hlutafélagi var það jafnframt yfirlýsing um að fyrirtækið ætti að fara í samkeppni við önnur slík. Það er það sem stjórnendur Íslandspósts eru að gera og það væri undarlegt ráðslag að stofna til hlutafélags og banna því síðan að takast á við markaðinn á jafnréttisgrundvelli. Það er leiðinlegt fyrir starfsmenn Íslandpósts að lesa viðhorf ábyrgra stjórnmálamanna sem byggja á vanþekkingu og fordómum. Annað er ekki um grein formanns Heimdalls, Erlu Óskar Ásgeirsdóttur að segja.
Höfundur er ritari Póstmannafélags Íslands
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.