Río Tinto í miðbæ Hafnarfjarðar.

Valgerður Sverrisdóttir umhverfisaðdáandi virðist vilja að stórfyrirtækið Rio Tinto fái veiðileyfi á Ísland eins og þeir hafa fengið víða og margir minnast.  Valgerður sem sennilega verður útnefnd óvinur náttúru landsins númer eitt í fyllingu tímans undrast að einhverjir hafi efasemdir um aðkomu þessa fræga fyrirtækis að náttúru landsins. Það er ekki verra en vant er með Valgerði, skilningur hennar á náttúru og umhverfisvernd er enginn og má til furðu telja þar sem hún er úr sveit og það í fegursta firði landins.

Sennilega er Valgerður ekki enn að skilja af hverju Framsóknarflokkurinn er við að hverfa en eimitt þetta sjónarmið hefur vegið þungt í útrýmingu flokksins og það er vel að nýr varaformaður hans áttar sig ekki á því. Valgerður, það er eins gott að sjónarmið Framsóknarflokksins eru ekki í hávegum höfð. Varaformanninum þykir ekkert sjálfsagðara en frægasta umhverfisóþverrafyrirtæki heimsins fái aðgang að miðbæ Hafnarfjarðar með áform sín og aðferðir.


mbl.is Valgerður Sverrisdóttir undrast ummæli iðnaðarráðherra um Rio Tinto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég fæ nú ekki séð, hvaða áhrif Valgerður blessunin hefur á þetta mál.  Þótt ég sé ópólitískur þá minnir mig að Samfylkingin sé í meirihluta í Hafnarfjarðarbæ og einnig í ríkisstjórn.  Mál sem snúast um þessa álverksmiðju eru á forræði Hafnarfjarðarbæjar og ríkisstjórnar Íslands að svo miklu leiti sem þau eru ekki málefni fyrirtækisins sjálfs.

Hreiðar Eiríksson, 15.7.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband