7.7.2007 | 00:37
Vilja hunsa viðvaranir.
Frjálslyndi flokkurinn styður áframhaldandi ofveiði á þorski þrátt fyrir að fiskifræðingar hafi varað við að stofninn væri komin að hættumörkum. Það sýnir sennilega að þessi flokkur ástundar fyrst og fremst populisma og sýndarmennsku. Það þarf alvöru stjórnmálamenn til að taka alvöru ákvarðanir. Þetta hafa stjórnmálamenn á Íslandi ekki þorað að gera og þess vegna sígur stöðugt á ógæfuhliðina og þorskstofnin er kominn í sögulegt lágmark.
Það er athyglisvert að sjálfskipaður flokkur sjávarútvegmála skuli leggja það til að halda áfram ofveiði og stofna framtíð fiskveiða við Ísland í óvissu til áratuga. En þetta segir mér kannski hvernig stjórnmálamenn eru þarna innanstokks nú um stundir.
Frjálslyndir ítreka vilja um svipað aflamark og frjálsar handfæraveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón.
Væri það svo að núverandi stjórnvöld hefðu hlustað á viðvaranir okkar Frjálslyndra gegnum árin, varðandi núverandi kerfisfyrirkomulag og framkvæmd alla þá myndir þú ef til vill ekki kalla Frjálslynda þeim nöfnum sem þú notar hér og nú.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.7.2007 kl. 00:51
gmaría.... Frjálslyndi flokkurinn er að leggja til áframhaldandi ofveiði og það er ábyrgðarlaust. Núverandi stjórnvöld eru að axla ábyrgð sem aðrir hafa ekki þorað. Ég er sammála gmaríu með að kerfisfyrirkomulag og framkvæmd er vond. Það er ekki það sem málið snýst um nú heldur takst á við afleiðingar þess og þá er að þora en ekki vola.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2007 kl. 01:29
Mér sýnist menn stinga hausnum í sandinn, líkt og strúturinn gerir. Við skulum líta á þær staðreyndir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með málefni sjávarútvegsins í áraraðir og eiga heiðurinn á þeirri stöðu sem nú er upp komin. Framsóknarflokkurinn gerði þó heiðarlega tilraun til að halda í menn og stemma stigu við þá þróun sem hefur átt sér stað en vantaði kraftinn í þá tilraun.
Frjálslyndir hafa gagnrýnt kerfið síðustu árin enda full ástæða til, þeir hafa einnig varað við þeirri þróun sem nú blasir við á málefnalegan hátt. Koma með tillögur til úrbóta sem er meira en hægt er að segja um suma aðra.
Þegar litið er á Samfylkinguna hefur hún verið stefnulaus í þessum málaflokki og satt best að segja tel ég fullvíst að flokkurinn mun ekki njóta velgengni í núverandi samstarfi. Félagsmálaráðherra þegar búinn að taka U-beygju til að þóknast sjálfstæðismönnum, utanríkisráðherra beygt heldur betur af í opinberri stefnu flokksins í ýmsum málum, viðskiptaráðherra farinn að blána sem og iðnaðarráðherra og þá ekki af súrefnisskorti. Ég hef ekki trú á því að stuðningsmenn Smafylkingarinnar séu allir sáttir við 180°viðsnúning í viðamiklum málaflokkum. Það verður því óhjákvæmilega algjört fylgishrun hjá Samfylkingunni að 4 árum liðnum og þá örugglega ekki minna en hrun þorsksstofnsins, trúlega fer fylgið niður fyrir 8%
Aðgerðir ríkisstjórnar, sem Samfylkingin tekur þátt í, eru of brattar og framkvæmdar á of skömmum tíma með þeim afleiðingum að heilu byggðalögin þurrkast út. Mótvægisaðgerðirnar eru bull og nýtast ekki þessum byggðalögum. Flytjist opinber störf til þeirra, þarf sérmenntað, aðflutt starfsfólk til að sinna þeim. Heimamenn þurfa að yfirgefa verðlausar eignir sínar engu að síður til að sækja vinnu annars staðar. Háhraðatenging gagnast fáum, atvinnulega séð, áhrifa hennar gætir ekki fyrr en eftir áraraðir. Að styrkja atvinnu- og frumkvöðlastarf kvenna nýtist örfáum konum á ári og áhrifin hverfandi fyrir byggðalögin. Að efla Byggðastofnun sem lánastofnun fyrir fyrirtækin kemur þeim etv. til hjálpar að einhverju leyti og dregur hugsanlega úr gjaldþrotum þeirra en störfum fjölgar ekki við það.
Hvaða atvinnugreinar ætlar ríkisstjórn að hanna fyrir almennt fiskverkafólk, sjómenn og smábátaeigendur? Að flétta körfur, hanna plöst, sleikja frímerki eða ???
Hvernig sem á málið er litið, þessi alvarlega staða hefur verið yfirvofandi lengi, á það hafa frjálssyndir bent. Aðgerðarleysi höfunda og ábyrgðaaðila núverandi fiskveiðikerfis og núverandi aðgerðir ríkisstjórnar eru náðarhögg fyrir sjávarbyggðir landsins. Ég spái því að landbúnaðurinn verði tekinn fyrir næst.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.7.2007 kl. 20:32
Jón Ingi þetta er misskilningur hjá þér að þorskurinn sé ofveiddur og hafi verið það lengi. Það eru engin merki um ofveiði ef litið er til þeirrar staðreyndar að vöxtur einstaklinga er við sögulegt lágmark sem ber með sér að hann skorti sárlega fæði og vaxi ekki vegna þess.
Þorskveiði hefur gengið afburða vel og má ekki dýfa niður veiðarfæri öðruvísi en það fiskast sem aldrei fyrr.
Mér finnst leitt að Samfylkingin krefjist þess ekki að það sé farið málefnalega yfir öll rök í málinu og þá sérstaklega vísbendingar sem gefa sterklega til kynna að ekki þurfi að fara í jafn harkalegar aðgerðir sem munu bitna hart niður á alþyðu þessa lands.
Staða Samfylkingarinnar er vond.
Sigurjón Þórðarson, 10.7.2007 kl. 01:43
Það þarf ekki að flytja Hafró eitt eða neitt...það má leggja hana niður og líklega fiskifræðina eins og hún leggur sig. Við höfum Sigurjón. Þar sparast nokkur hundruð milljónir.
En að gamni slepptu Sigurjón... þú vilt sem sagt veiða sem aldrei fyrr...þú er svipaður stjórnmálamaður og þeir sem ekki vildu og þorðu að taka á sama máli við austurströnd Kanda. Það er mikill ókynþroska þorskur við landið og það er hann sem ber uppi veiðina eins og er. Ég er steinhissa á þér Sigurjón að vera svona óábyrgur og þröngsýnn en það er víst ekkert við því að gera. Stjórnmál snúast um áabyrgð, ákvarðanir og að hlusta á ráð færustu manna og það ert örugglega ekki þú í þessu tilfelli.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.7.2007 kl. 06:43
Það er mikill misskilningur að minni þorskgengd við Kanada hafi verið veiðum að kenna en það var nýlega fjallað um það í grein í Science að aukið streymi á pólsjó hafi haft áhrif þar um. Aukinn straumur hafi leitt til kólnunar og verri umhverfisskilyrða fyrir þorsk. Það sem er áhugavert er að það verður sambærileg breyting á svipuðum tíma við Grænland sem styður ennfrekar að um breytt umhverfisskilyrði sé um að ræða.
Ég ritaði nokkrar greinar um málið og tregðu RÚV að leiðrétta rangar fréttir um málið en þær var að finna á heimasíðunni minni sigurjon.is en hún liggur niðri núna þar sem ég nota nú nær eingöngu Moggabloggið. Ég gæti mögulega komið þessum skrifum til þín.
Þú skrifar um að það sé mikið um ókynþroska þorski nú í veiðinni en samt sem áður er því haldið fram að nýliðun hafi brugðis frá árinu 2001. þetta gengur ekki upp líkt og svo margt í málflutningi sérfræðinga Hafró sem hafa boðað um áratuga skeið að með minni veiðum fái menn meiri afla seinna. Þetta hefur ekki gengið um og það er öruggt að þetta mun ekki ganga upp vegna þess að þessi stefna hefur hvergi gengið eftir í heiminum.
Að lokum þá tel ég rétt að Samfylkingarfólk varist að falla í gryfju að elta forystuna í að standa vörð um óbreytt óréttlátt kvótakerfi .
Hvert mannsbarn ætti að sjá að kerfið hefur ekki gengið upp og því væri nær að hlýða á rök þeirra sem hafa gagnrýnt það málefnalega sem ég tel að ég hafi gert í stað þess að úthrópa rök þeirra fyrirfram eða að hunsa að svara þeim eins og Karl Matthíasson varaformaður sjávarútvegsnefndar og Össur Skarphéðinsson ráðherra byggðamála hafa gert sig seka um.
Við Íslendingar höfum brennt okkur nýlega á því að fylgja vinaþjóðinni í vestri í blindni í ólöglegri innrás í Írak og ég hef séð að þú hefur gagnrýnt það með réttu. Ég tel að sama skapi ættir þú að hugleiða hvort að það sé rétt að fylgja forystu Samfylkingarinnar út í það fúafen að fylgja óbreyttri stefnu í sjávarútvegsmálum stefnu sem hefur sýnt sig að hefur valdið þjóðinni tjóni.
Sigurjón Þórðarson, 10.7.2007 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.