6.7.2007 | 12:44
Þorskstofninn að hrynja ?
Þetta er eitthvað sem mátti búast við. Hafró hefur lagt til samkvæmt bestu þekktu fræðum að skerða aflaheimildir og veiða 130.000 tonn. Við eigum tveggja kosta völ. Fara að ráðum Hafró eða ekki. Hingað til höfum við ekki farið að þeim tillögum nema draga verulega virkni þeirra og leyfa verulega meiri veiði en lagt er til. Niðurstaða þess er að enn sígur á ógæfuhliðina og hvað á þá að gera? Stinga höfðinu í sandinn og halda áfram á sömu braut eða fara að ráðum sérfræðinga ? Fráfarandi stjórnvöld hafa ekki tekist á við vandann af fullum þunga og því miður er það að sýna okkur að stefnir í hrun stofnsins.
Núverandi stjórnvöld eiga engra kosta völ í stöðunni. Það verður að fara að ráðum sérfræðinga og ef til vill dugar það ekki. Þorkstofnin virðist á fallanda fæti og væntanlega spila ytri aðstæður inn málið samhliða veiðum. Kannski dugar þetta ekki til og hrunið verður. Þá erum við í vondum málum.
Skrítin þessi þjóðarsál okkar íslendinga. Við erum oft ekki tilbúin til að horfast í augu við staðreyndir. Síldin hvarf á sínum tíma og um það bil sem það hrun átt sér stað mótmæltu menn endalaust að hætta væri á ferðum og veiddu og veiddu. Virðulegir síldarskipstjórar höfðu aldrei séð annað eins af síld korter fyrir hrun.
Eins er það með rjúpuna. Veiðibann var sett á. Stofnin styrkist og stækkar. Þrýstihópar og veiðmenn heimta veiðar á ný þar sem veiðarnar hafi ekkert að segja og stofnin mjög sterkur og fínn. Nú virðist sem við höfum verði að gera stór misstök með að láta undan þessum þrýstihópum. Stofnin virðist vera að hrynja.
Náttúran þolir ekki nema takmarkað áreiti. Nú er það þorskurinn og okkur ber að grípa til aðgerða áður en allt hrynur. Kvótakerfið og aflastýringar hafa ekki verið að virka og því er það skylda stjórnvalda að sýna ábyrgð og horfast í augu við vandann. Kvótakerfið er að hluta vandi og hvað eru fréttir af kvótasvindli og að tugir þúsunda tonna af þorski sé veiddur utan kvóta. Það væri hræðileg ef það er rétt og þessu vill maður helst ekki trúa, en hvað er eiginlega að þessum stofni ??
Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað með ígulkerin? Eru þau að grafa undan fiskistofnunum?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.7.2007 kl. 13:01
Vafalaust eru það margar ástæður sem valda þessu. Ein af þeim gæti verið íguker sem skemma aðstæður á vaxtarsvæðum þorskseiða. Hér í Eyjafirði hefur gríðarlegt magn ígulkerja étið upp þaraskóg á stórum svæðum og þá hverfur skjól þorskseiðanna. En stóra málið er ofveiði, sennilega á stærsta fiskinum og svo breyttar ástæður í sjónum. TD er meiri ýsa hér í innanverðum Eyjafirði en var nokkru sinni í æsku minni. Það er líklega hlýrri sjór og breyttar aðstæður sem valda. En enn og aftur... það erum við mennirnir sem erum að raska aðstæðum að stórum hluta sem breytir lífríkinu. Það er billegt að kenna hvölum um hrun fiskstofna...eiginlega fyndið þegar útgerðarmönnum dettur í hug að halda því fram.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.7.2007 kl. 15:08
Er ekki einnig spurning um hvalinn sem er orðinn ansi horaður? Í öllu falli hefur ofveiði verið til staðar frá því að núverandi fiskveiðikerfi var fundið upp og gaman væri að heyra skoðun þína á því af hverju hún stafar
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.7.2007 kl. 22:53
Það er grátlegt að sjá liðsmenn Samfylkingarinnar í mikilli nauðvörn fyrir þessari dellu.
Varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis Karl Matthíasson og ráðherra byggðamála Össur Skarphéðinsson hafa ekki enn treyst sér til þess að svara grundvallarspurningum varðandi þessa ráðgjöf sem Samfylkingin ætlar að fylgja í humátt á eftir Sjálfstæðisflokknum í blindni.
Karl Matthíasson lofaði kjósendum breytingum á kvótakerfinu fyrir kosningar en þegar hann er kominn til áhrifa stendur hann vörð um óréttlætið.
Þetta er aum staða hjá "jafnaðarmönnum".
Sigurjón Þórðarson, 6.7.2007 kl. 23:19
Sigurjón! það hefur verið þegjandi samkomulag allra stjórnmálamanna á Íslandi að gera aldrei neitt með ráðgjöf Hafró. Ástandið í dag getum við ekki rakið beint í kvótakerfið, bara alls ekki. Ég var sjómaður í 20 ár og man ekki eftir því að farið hafi verið eftir tillögum Hafró, þar liggur hundurinn grafinn, OFVEIÐI.
Páll Jóhannesson, 7.7.2007 kl. 00:00
Það er með Sigurjón fyrrverandi þingmann að hann galar á torgum en mig rekur ekki minni til að hann hafi lagt nokkuð til. Nú sýnist mér hann ætla að leggja til áframhaldandi ofveiði sem sýnir hversu grunnt hann hugsar mál.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2007 kl. 00:08
Guðrún. Ef ég hefði svar við þessu þá væri ég líklega sá eini sem hefi það. Við höfum aldrei farið að ráðgjöf Hafró af því stjórnmálamenn á Íslandi hafa ekki þorað að takast á við staðreyndir. Kvótakerfið var í sjálfu sér nothæft verkfæri en ekki hefði verið leyft framsal sem hefur leitt til brasks og svindls. Á síðasta ári var leyft að veiða 190.000 tonn sem var langt umfram það sem Hafró lagði til. Hversu mikið í viðbót var síðan veitt bak við töldin og ólöglega. Sumir segja tugir þúsunda tonna. Ekki veit ég það og sennilega enginn hvort það er rétt en lílegt er að það sé all nokkuð eftir því sem sögur herma.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2007 kl. 00:14
Skv. skrifum Kristins Péturssonar hafa frávik frá ráðleggingum Hafró verið óveruleg í gegnum árin og satt að segja trúi ég hans tölum betur en Hafró. Og nú bíð ég spennt eftir talningu Hafró á hvalnum en loks þegar búið var að leggja til þennan gifulega niðurskurð datt þeim í hug að það gæti verið nokkuð klókt að telja hvalinn. Skyldu þeir telja alla hvalina fyrir utan Horn, sem svamla undir og næstum yfir alla báta þar og éta ógrynni í leiðinni?? Eitthvað segir mér þó að snillingarnir þar fari eitthvað annað til að telja..á svæði þar sem þeir helst ekki finnast enda svakalegt mál að telja upp í hundrað
En að öðru og skemmtilegra máli .... það er alltaf gaman að finna ættingja sína og mér þætti vænt um ef þú sæir þér fært að drekka með mér kaffibolla á Akureyri. Ég verð þar í fríi ásamt tveimur sonum mínum og litla bróður Hafsteini og hans dóttur í frá 12 - 19 júli. Hafðu endilega samband ef þú átt heimangengt.
Kveðjur
Frænkan i Bolungarvíki
Katrín, 7.7.2007 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.