Áfengisauglýsingar látnar afskiptalausar.

Það er þekkt vandamál á Íslandi að menn setja lög og svo er ekki eftir þeim farið. Eitt af vandræðabörnum þessa eru lög um bann við áfengisauglýsingum. Menn hafa fundið sér ýmsar leiðir til að komast framhjá þessu banni m.a. með að birta "léttöl" agnarsmáu letri þar sem enginn sér það eða fjalla um áfengi og áfengistegundir undir yfirskini greinaskrifa um tilteknar tegundir og annað í dagblöðum og tímarítum.

Smátt og smátt höfum við síðan orðið dauð fyrir þessu og lögum þessum er ekki framfylgt svo nokkur nemi. Ágætt dæmi um slíkt er nú hér á Akureyri þar sem heildverslun nokkur við Draupisgötu hefur hengt nokkur skilti utan á hús sitt, á þann gafl sem snýr að Hlíðarbraut, einni fjölförnustu götu bæjarins. Þarna er verið að auglýsa ýmsar tegundir sem ekki eru framleiddar sem létt-eitthvað eins og til dæmis Torres og Campari.

Kunningi minn hafið samband við lögregluna okkar og benti á þetta og fékk þau ágætu svör að málið væri í athugun. Þar er fínt að athuga málið en þetta var víst í mars sem hann hringdi og enn hanga skiltin og líklega enn verið að athuga málið. Gott að athuga svona vel, ekki viljum við gera neina vitleysu.

Mín skoðun er aftur á móti sú, að ef menn vilja ekki og treysta sér ekki til að framfylgja þessum lögum á að afnema þau. Lög án eftirfylgni og umhirðu eru ólög og stuðla að virðingarleysi fyrir lagsetingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband