Kópavogur í kjölfar Akureyrar.

Nú hefur Kópavogur tekið sama skref og Akureyri, frítt í strætó. Til hamingju Kópavogur og Kópavogsbúar. Að vísu er þetta kynnt sem tilraun til eins árs en ég vona svo sannarlega að þeir bakki ekki með þessa ákvörðun.

Nú er komið að Reykjavík. Það er hagur allra landsmanna bæði út frá umhverfislegum og efnahagslegum sjónarmiðum að styrkja og auka notkun á almenningssamgöngum. Þar mundi muna miklu fyrir hagsmuni landsins í heild að Reykjavík taki stóra stökkið. Ég skora á félaga mína í Hafnarfirði að feta í fótspor Akureyrar og Kópavogs og stíga þetta skref. Það býr til aukin þrýsting á Reykjavík að gera slíkt hið sama. Það er gott að menn eru farnir að sjá hlutina í víðu samhengi.


mbl.is Frítt í strætó fyrir Kópavogsbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Við Akureyringar erum greinilega ,,brautryðjendur"

Páll Jóhannesson, 15.6.2007 kl. 08:19

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Já, en nú verður Akureyri að taka næsta skref í málefnum íbúanna í bænum. Nú þurfum við að íhuga rækilega hvort börn á grunnskólaaldri eigi ekki að fá ókeypis aðgang að sundlaugum Akureyringa. 

Sveinn Arnarsson, 16.6.2007 kl. 09:19

3 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur eru Akureyri til sóma.  Við megum þó ekki gleyma því að þær eru aðeins "gjaldfrjálsar" í þeim skilningi að notendur greiða ekki fyrir þær.  Bæjarbúar greiða auðvitað fyrir þær í formi álagðra gjalda og ef við nýtum þær ekki, skilar þessi fjárfesting ekki arði.

Akureyri er sérkennileg blanda af nútíma þéttbýlissveitarfélagi og gamaldags sjávarþorpi.  Hér er margt í boði sem jafnast á við það sem þekkist í stórum borgum erlendis.  Unnið hefur verið frábært starf í uppbyggingu menntunar og menningar í bænum.  Svo eru önnur mál sem stjórnmálamennirnir hafa ekki kjark til að fara í.  Má þar nefnda Dalsbrautina sem var lögð hálfa leið, þ.e. að Þingvallastræti, en svo var hætt við að leggja hana lengra vegna harðrar andstöðu íþróttafélags sem þó hafði byggt upp starfsemi sína áratugum saman vitandi af fyrirhuguðu vegarstæði.   Ég er viss um að við Akureyringar erum eina þéttbýlissveitafélagið sem hættir bara við samgönguæðar án þess að skeyta um afleiðingar þess.

Akureyrarvöllur er annað sambærilegt dæmi.   Það sér hvert mannsbarn að íþróttavöllur, af viðunandi stærð, rúmast ekki á núverandi vallarstæði.  Það virðist hafa verið tekin ákvöðrun um að flytja íþróttasvæðið en enginn veit hvert.  Menn eru heldur ekki almennilega búnir að ákveða að flytja völlinn.  Miðbæjarskipulagið er sífellt í skoðun og enginn endir virðist vera í sjónmáli. 

Það gengur ekki að íþróttafélögin stýri skipulagsmálum á Akureyri.   Ég sting upp á því að byggður verði nýr Akureyrarvöllur á svæðinu milli Naustahverfis og Kjarnaskógar, austan við Hamra.  Þar verði framtíðarsvæði K.A. og núverandi svæði þess félags lagt undir íbúðabyggð.  Dalsbrautin verði lögð áfram suður að Miðhúsabraut sem verði kláruð að Súluvegi eða Hlíðarbraut.  Á austurhluta núverandi Akureyrarvallarsvæðis verði byggðar 4 háar íbúðablokkir (15-20 hæða) en á vesturhlutanum verði verslun og þjónusta. 

Hreiðar Eiríksson, 18.6.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband