Mér er sagt að þetta sé jákvætt fyrir bæinn.

Ég heyrði það einhversstaðar að þetta væri jákvætt fyrir bæinn að fá allt þetta fólk hingað. Það er frábært að fá ferðamenn til bæjarins sem komnir eru til að skoða sig um, njóta veðurblíðu, fara í Kjarnaskóg, kíkja á söfn eða bara vera hérna í orlofsíbúðum og njóta fagurs mannlífs og fallegu náttúrunnar okkar.

En það er sama hvað hagsmunaðilar rembast við að segja mér í þessu tilfelli. Mér finnst ekkert jákvætt við ofsaakstur á götum bæjarins, mér finns ekkert jákvætt við hópslagsmál og skrílslæti á tjaldstæðum bæjarins, mér finnst ekkert jákvætt við ælandi fólk og reykspólandi bíla, hvernig sem ég reyni og reyni þó mikið til að skilja þetta sem þeir eru að segja.

Það reyndist enn vera hárrétt ákvörðun að loka tjaldstæðunum við Þórunnarstræti þessa helgi. Skrílslætin eru þá ekki eins mikið inni í íbúðahverfum bæjarins. En er öðrum gestum okkar og okkur sjálfum bjóðandi upp á svona trakteringar ár eftir ár. Hverjir græða á þessu ? mér er eiginlega spurn. Líklega steyma aðeins meiri fjármunir í vasa einhverra sem þurfa ekki mikið að bara ábyrgð á því sem gerist svo hér í bæ. Kalla þarf út tugi manna til að gæta öryggis og almennrar hegðunar aðfaranótt þjóðhátiðardagsins. Ég er sennilega svona skyni skroppinn, en ég sé fátt jákvætt við slíkar uppákomur og vil sem borgari á Akureyri biðjast undan slíkum sendingum ár eftir ár á þjóðhátíð.


mbl.is Mikill fjöldi fólks á Bíladögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason


Mikið er fég sammmála þér, ég sé ekki hvað er jákvætt við að spyrna um götur þetta hvetur líka til hraðaksturs á þjóðvegum landsins og það er eitthvað sem við viljum ekki sjá.  Mér finnst að eigið að banna þessa spyrnu keppni í bænum.  Það er vel hægt að setja upp skemmtilega dagsrká þar sem ferðamenn komi í rólegheitum yfir helgi til að skemmta sér.

Þórður Ingi Bjarnason, 16.6.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

Ég sé ekki hvernig götuspyrnan hvetur til hraðaksturs á þjóðvegum landsins.  Þarna er einfaldlega um að ræða íþróttakeppni sem fer fram á lokaðri braut.  Auðvitað á ekki að stunda neina íþrótt innan um umferð.  Þar á ekki að glíma, spila fótbolta, efna til skákmóts eða spyrna bílum.  En á lokuðum svæðum eru þessar íþróttir skaðlausar og æskilegar.

Hverjum dytti í hug að halda því fram að knattspyrnuleikir hvettu til boltaleikja á þjóðvegum landsins eða á umferðareyjum?  Sennilega fáum.  Þessi tenging spyrnukeppninnar við hraðakstur á þjóðvegunum er að mínu mati fráleit og í raun aðeins dæmi um það hve langt menn seilast í að tengja saman óskyld fyrirbæri til að styðja tilfinningu sína.

Ég fór víða aðfararnótt 17. júní, bæði um miðbæinn og á tjaldstæði við Hamra og Hrafnagil.  Vissulega sá ég þar margt fólk á ferli og um 10% af þessu fólki var áberandi mikið ölvað.  Einstaka maður hegðaði sér þannig að ég taldi ekki sóma að.  En ég sá engin merki um að þarna væru á ferðinni þessir íþróttamenn sem hafa verið að etja kappi hér á skipulögðum íþróttaviðburðum hér í bænum og í kringum hann þessa helgi.  Ég held að í flestum tilvikum hafi verið þarna á ferðinni venjulegt ungt ferðafólk sem hafi ekki alveg haft stjórn á áfengisneyslu sinni.  Slíkt getur alltaf gerst, hvar sem áfengi er haft um hönd og þarf á engan hátt að tengjast akstursíþróttamótum eða Bíladögum

Ég er svo gamall að ég man þá tíð að allar akstursíþróttir voru bannaðar og engum datt í hug að spyrna á götum bæjarins (nema þá leyfislausar, stórhætturlegar spyrnur innan um aðra umferð).  Á þessum tíma var líka haldin þjóðhátíð á 17. júní og sérstakir dansleikir aðfararnótt þjóðhátíðardagsins.  Sérstaklega er mér minnisstæð hátíð sem haldin var í Kjarnaskógi þegar ég var í kringum fermingu.  Hátíðin var sérstaklega minnisstæð vegna þess að almenn ölvun var þá í mínum aldurshópi og verulegar óspektir.

Síðastlðna nótt voru þúsundir manna í miðbænum.  Þá klukkustund sem ég var þar milli 3 og 4 sá ég aldrei slagsmál, hvergi grátandi konu og hvergi áfengisdauðan mann.   Ekki var þetta góða ástand vegna mikillar gæslu því hvorki var að sjá lögreglumenn né lögreglubíla á svæðinu á þessum tíma.  95% þeirra sem þarna voru að skemmta sér, gerðu það á þann hátt sem var þeim sjálfum til ánægju og sóma.  Það er af sem áður var þegar ekki mátti halda 150 manna dansleik án þess að allt logaði í slagsmálum frá upphafi til enda.

Ég bý í nágrenni miðbæjarins og við Þórunnarstrætið, sem n.b. er orðið eitt stærsta klúður í akureyrsku skipulagi og sveitarstjórnarmönnum fyrr og síðar til skammar, og ég varð aldrei var við ólæti, hávaða eða hraðakstur.  Ég veit heldur ekki til þess að orðið hafi slys á fólki.

Hreiðar Eiríksson, 17.6.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband