Vandræðin með heimilislækna á Akureyri.

800px_COLOURBOX13882069Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Svo segir í lögum um heilbrigðisþjónustu Opnast í nýjum glugga. Heilbrigðisþjónusta tekur til hvers kyns heilsugæslu, lækninga, hjúkrunar, almennrar og sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu, sjúkraflutninga, hjálpartækjaþjónustu og þjónustu heilbrigðisstarfsmanna innan og utan heilbrigðisstofnana sem veitt er í því skyni að efla heilbrigði, fyrirbyggja, greina eða meðhöndla sjúkdóma og endurhæfa sjúklinga.

  

Heilsugæslan veitir öllum heilbrigðisþjónustu. Þar getur almenningur gengið að vísri þjónustu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar, bráðaþjónustu, heilsuverndar og forvarna og fengið ráðgjöf og leiðbeiningar.

( Af síðu landlæknis )

 

Aðeins um Akureyri og þá þjónustu sem er í boði í 20.000 manna bæjarfélagi sem auk þess sinnir fjölmennum byggðum í Eyjafirði.

Þjónusta á flestum sviðum er til fyrirmyndar, þó mætti undanskilja einhverja þætti sem ekki verða gerðir að umræðuefni í þessu stutta bloggi.

 

En vildi aðeins nefna þjónustu heimilslækna og Heilsugæslu hvað þann þátt varðar. Það virðist algjörlega vonlaust að fá fastan heimilislækni á Akureyri. Hvað mína fjölskyldu varðar fór heimilslæknir hennar á eftirlaun fyrir nokkrum árum og allar tilraunir til að bæta þá stöðu hafa ekki tekist. Stutta svarið er " því miður enginn tiltækur " Þannig hefur það verið í nokkur ár og enga líkur til að það breytist. Við erum því án þeirrar eðlilegu þjónustu að hafa heimilislækni tiltækan. Sé ekki annnað en það verði þannig næstu árin. Mikið saknar maður þeirrar frábæru þjónustu sem við fengum hjá gamla lækninum okkar.

 

Að mínu mati eru það skert lífsgæði og vond heilbrigðisþjónusta að hafa ekki aðgengi að föstum heimilslækni. Boðað er að á Akureyri verið tvær heilsugæslustöðvar á næstunni en vandséð er að það breyti nokkru hvað varðar þennan viðvarandi læknaskort. Af hverju læknar vilja ekki starfa á Akureyri er spurning sem stjórnvöld ættu og þurfa að rýna.

 

Að íbúar stærsta sveitarfélags á Íslandi utan höfuðborgarsvæðisins búi við læknaskort ætti að vera rannsóknarefni fyrir Landlækni.

 

Kannski breytist þetta í framtíðinni en það breytir því ekki að núverandi ástand er óboðlegt og lítið aðhafst til að laga það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818076

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband