Hverfisnefndir - getum við gert betur ?

119433298_10158782627705126_981781565785471429_nFyrir áramótin síðustu skrifað ég lítinn pistil inn á síðu Hverfisnefndar Oddeyrar. Hluti hans var á þessa leið.

  

Fyrsta hverfisnefndin verður 20 ára á næsta ári. Hverfisnefnd Oddeyrar. Tímabært að spyrja bæjaryfirvöld spurninga á kosningaári og tuttugu ára afmæli nefndarinnar.

  • Hvernig hefur til tekist ?
  • Eru bæjaryfirvöld að hlú nægilega að hverfisnefndum ?
  • Fá nefndirnar öll þau mál sem þær eiga að hafa skoðun á ?
  • Eru uppi áform um að efla hverfisnefndir og auka skyldur þeirra ?
  • Ættu nefndarmenn að vera launaðir eins og þekkist hér út með firði.?

Það væri vel við hæfi að stjórn Hverfisnefndar Oddeyrar tæki þann bolta að hefja skoðun og umræður við bæjaryfirvöld um þessi mikilvægu málefni. Vilja ekki allir auka íbúalýðræði enn meira ?

___________________________

Svo mörg voru þau orð. Að mínu mati er tíminn NÚNA ef vilji er til að efla hverfisnefndir bæjarins, ef til vill að endurskipulega þær, t.d. hugleiða eru núverandi nefndir að þjóna svæðum á fullnægjandi hátt, er t.d. tímabært að stofna nýja nefnd sem sérstaklega fyrir Innbæinn, það hefur stundum verið nefnt að Brekkan og Innbærinn hafi ekki sérsaka samlegð og hagsmunir ólíkir. Það er umræða sem á eftir að taka.

 

Sumir hafa haft á orði að áhugi bæjaryfirvalda á starfi nefndanna hafi dalað og utanumhald minkað. Ætla ekki að hafa á því skoðun hér en sannarlega er starf nefndanna ekki í brennidepli bæjarmálaumræðunnar. Það er því tímabært á tuttugu ára afmælinu að taka markvissar ákvarðanir.

 

Annað hvort leggjum við niður nefndirnar ( sem er vond hugmynd ) eða eflum starf þeira, aukum hluverk nefndanna og launum stjórnir þeirra sbr. nefndir hér úti með firði.

 

Þegar horft er til höfuðborgarinnar eru hverfisráðin öflugur hluti stjórnsýslunar í höfuðborginni, sannarlega hafa meira hlutverk en hverfisnefndirnar á Akureyri. Þessu getum við breytt er vilji er til. Vilji er allt sem þarf.

 

Hverfisnefndir geta verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar og lykill að auknu íbúalýðræði. Vonandi mun verða horft til þess að auka það með stefnubreytingu í starfi nefndanna í framtíðinni. Við kjósum í vor og vonandi sjáum við merki þess í stefnuskrám flokkanna að hugur stjórnmálamanna stefni til aukins áhuga á íbúalýðræði með meiri stefnufestu í málefnum hverfisnefnda og meiri jákvæðni og áhuga en við höfum séð að undanförnu.

 

Áfram Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband