31.5.2007 | 22:31
Hvernig tapa á mitt í sigri.
Steingrímur J hefur markað sér sérstöðu meðal íslenska stjórnmálamanna. Engum tekst betur að glutra niður unninni stöðu jafn vel og afgerandi og honum. Það er ekki undarlegt þó hann froðufelli af reiði í ræðustóli, en málið er að hann getur fyrst og fremst kennt sjálfum sér um. Fullur yfirlætis og grobbs stórkostlegs gengis í skoðanakönnunum og síðan að minna gengis í kosningum þá stóð sigurvegarinn uppi sem tapari ársins.
Og það er ekki undarlegt. Steingrímur J Sigfússon er gamaldags stjórnmálamaður sem ekki á erindi að stjórnun nútímaþjóðfélgags að mínu mati. Hugmyndir hans og talsmáti er afturð fimmta áratugs siðustu aldar þegar forsjárhyggja og íhaldssemi einkenndu stjórnmálin. Steingrímur hefur aldrei náð því að það er ekki nóg að vinna skilmingar orða í ræðustóli heldur vinnast orustur þegar menn öðlast traust og styrk framkvæmda og framfara.
VG komst hæst í 28% í skoðanakönnunum. Þá spáði ég þeim 15 % sem byggðist á sigri sem byggði á niðurlægingu Framsóknar. Þetta gekk eftir að mestu en þó voru VG komnir niður fyrir þá tölu og hefðu sennilega endað í 10 % ef kosningar hefðu verið viku seinna, þeir sigu stanslaust. Og hvers vegna ? Vegna þess að kjósendur treysta þeim ekki þegar á hólminn er komið og það geta VG fyrst og fremst þakkað formanni sínum.
Stóru sigurvegarar skoðanakannanna eru Vinstri grænir en þegar á reynir vilja engir leyfa þeim að vera "memm"
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ æ aumingja Samfó. Allir vondir við ykkur og sérstaklega Steingrímur. Hristu þetta nú af þér herra Formaður Skipulagsnefndar. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 31.5.2007 kl. 22:34
Þau eru súr sagði refurinn
Jón Ingi Cæsarsson, 31.5.2007 kl. 22:39
Já sjálfsagt verða VG risastórir eftir næstu kosningar, þannig hefur það verið mörg kjörtímabil bæði í sveitar- og alþingiskosningum. Það getur vel verið að það gerist næst og þá óska ég þeim velfarnaðar - nú þegar.
Lára Stefánsdóttir, 31.5.2007 kl. 22:57
Jón Kristófer. Ég er umhverfissinnaður...mjög svo. En ég er líka nútímalegur, alþjóðasinnaður Evrópusinni og frjálslyndur og þess vegna verð ég aldrei Vinstri grænn. Fyrr frýs í H.... frekar en Vg verði slíkur flokkur líklega.
Jón Ingi Cæsarsson, 31.5.2007 kl. 23:07
,,Æ æ aumingja Samfó" segir Hlynur... Er ekki Samfylkingin í góðum málum - hún er í því hlutverki að stjórna landi og þjóð? - hvert verður hlutverk VG næstu fjögur árin?
Páll Jóhannesson, 31.5.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.