Oddeyrin - jákvæðar hugmyndir upp uppbyggingu.

2021 ngtÞað er sem mál á Oddeyri hvað varðar uppbyggingar á auðum lóðum séu komin á hreyfingu. Nýverið var auglýst til sölu hús sem hugmyndin væri að reist yrði á lóðinni Lundargötu 13 þar sem lengi hefur staðið autt hús sem er ónýtt og vonlaust er að endurbyggja. Gert er ráð fyrir að nýtt hús væri alveg á pari við það gamla. Hef ekki heyrt meira af því máli nýlega en sannarlega var verðið sem tilgreint var nokkuð hátt miðað við verð húsnæðis á Akureyri.

 

2021 ngt2

 

 

 

 

 

Nú hafa enn á ný vaknað hugmyndir um nýtt hús við Norðurgötu á lóðum sem hafa sumar staðið auðar frá því 1944 þegar til stóð að byggja upp í samræmi við aðalskipulag frá 1927. Af því varð ekki og síðan hafa þessar lóðir verið bíla og snjógeymsla hverfisins. Ekki sómi að.

 

Síðan þá hafa bæst við tvær auðar lóðir í línunni, lóðir nr. 3 og 5 þar sem rifið var hús og annað brann 2019. Þar með var skarðið í húsalínu Norðurgötu orðið óþægilega stórt. Þessar hugmyndir um uppbyggingu eru því kærkomnar og vonandi kemst þetta á koppinn eftir ekki allt of langan tíma.

 

Málið er á frumstigi og nú þurfa bæjaryfirvöld að vinna hratt og örugglega því svona mál leggjast auðveldlega í dvala er hægt gengur. 

 

Það er því von okkar Eyrarpúka að þessar gömlu auðu lóðir byggist á ný með húsum við hæfi og fólki fjölgi á ný á þessum svæðum sem sannarlega mega muna fífil sinn fegurri.

 

Það sem helst skortir á er að Akureyrarbær taki frumkvæði og taki þá í endurreisn syðri hluta Oddeyrar, á það hefur sárlega vantað í áranna rás.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband