Akureyri - hverjir voru hinir tveir.

2021 ssSamþykkt meirihluta bæjarstjórnar um að fela verktakafyrirtæki nokkru það verkefni að skila inn tillögum að breytingum á deiliskipulagi við Tónatröð hefur vakið upp fjölda spurninga.

 

Samkvæmt því sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðiflokksins fór formaður Skipulagsráðs á fund þriggja fyrirtækja og ræddi um svæðið.

 

Veit ekki hvort fyrirtækið sem áður hafði sent inn fyrirspurn um þetta svæði var eitt þeirra.

 

Engar bókanir eða fyrirmæli um þessa ferð formannsins eru finnanleg í skjölum og samþykktum ráðsins.

 

Það er sem formaðurinn hafi farið þessa ferð án formlegra samþykkta og eru þá í sjálfu sér ógildur gjörningur og á sér enga stoð sem löglegur gjörningur sem hefur stjórnsýslulegt gildi.

 

Í framhaldi er eðlilegt að formaðurinn upplýsi bæjarbúa um hvaða fyrirtæki hann valdi að tala við utan SS byggis sem fékk verkefnið afhent og gefið vilyrði fyrir svæðinu.

 

Ekki alveg víst að þessi 6 manna meirihluti átti sig á hvað það þýðir að gefa vilyrði.

 

Það bíða því margir eftir að fá upplýst hvaða aðferðir voru þarna í gangi í reykfylltum bakherbergjum Sjálfstæðismanna.

 

Hvað sem öðru líður, margir þykjast finna af þessu skítalykt og eitthvað þoli ekki dagsljósið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband